FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 15:42

Lćknaráđ lýsir yfir áhyggjum vegna Landspítalans

FRÉTTIR

Ráđherrar ekki ennţá fundiđ meira vegafé

 
Viđskipti innlent
15:58 18. MARS 2017
Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöđum, sýnir stjórnvöldum hug sinn en myndin er frá mótmćlum í Berufirđi ţar sem hringveginum hefur tvívegis veriđ lokađ.
Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöđum, sýnir stjórnvöldum hug sinn en myndin er frá mótmćlum í Berufirđi ţar sem hringveginum hefur tvívegis veriđ lokađ. MYND/ÓLAFUR BJÖRNSSON

Fjármálaráðherra og samgönguráðherra hafa enn ekki komist að niðurstöðu um aukin framlög til vegamála. Rúm vika er frá því ríkisstjórnin fól þeim Benedikt Jóhannessyni og Jóni Gunnarssyni að finna viðbótarfjármagn og kom þá fram að þeir ætluðu að taka nokkra daga í verkefnið.

Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að viðræður standi enn milli fjármálaráðuneytis og samgönguráðuneytis og vonist menn til að niðurstaða fáist fyrir næstu helgi.

Eftir að frétt Stöðvar 2 birtist í byrjun mánaðarins, um hvernig ríkisstjórnin hygðist skera tíu milljaðra króna á þessu ári af nýsamþykktri samgönguáætlun, hefur mótmælum rignt yfir ríkisstjórn og Alþingi. Á Austurlandi hafa íbúar fylgt eftir kröfum sínum með því að loka hringveginum um Hornafjarðarfljót og tvívegis um Berufjörð. Á Vestfjörðum stendur yfir undirskriftasöfnun „Ákall til Íslendinga” þar sem þess er krafist að staðið verði við fyrirheit um endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku að málið væri mjög brýnt. Mjög góður skilningur væri á þessu við ríkisstjórnarborðið.

„Við horfum upp á að það urðu mikil vonbrigði mjög víða á landinu vegna þess að fjárlög uppfylltu ekki nema lítinn hluta af metnaðarfullri samgönguáætlun síðasta árs. Við því ætlum við að reyna að bregðast núna,” sagði ráðherrann.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Ráđherrar ekki ennţá fundiđ meira vegafé
Fara efst