Minkar herja á Elliðaárnar Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2014 13:15 Laxveiði í Elliðaám hefur verið dræm og ekki bætir úr skák að sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikið þar um mink og nú, og minkurinn drepur allt sem hann kemst í. Ólafur E. Jóhannsson, formaður árnefndar Elliðaáa, segir að aldrei hafi áður hafi jafn mikið verið kvartað undan mink í við árnar og nú í sumar. „Það verður að segjast eins og er,“ segir Ólafur. Veiðimaður sem var við veiðar þar um helgina sá minka við fimm veiðistaði. Í fleirtölu. Hann segir, í samtali við fréttastofu, að þeir hafi verið að spóka sig þar í rólegheitum. „Þeir virtust vera algerlega ófeimnir við okkur sem vorum þarna við veiðar. Bæði sáum við þá skjótast um á bakkanum og einnig á sundi yfir bestu veiðistaðina.“ Þetta kemur Ólafi ekki á óvart. Hann segir minkaplágu ríkjandi við þessa laxveiðiperlu innan borgarmarka, hann man ekki eftir því að hafa fengið eins margar tilkynningar um mink, alveg frá efsta stað árinnar við stífluna, veiðistaður sem heitir Höfuðhylur og svo niður að Árbæjarstíflu. „Það hefur verið, vægast sagt, líf og fjör á þeim vettvangi í sumar. Því miður.“Gildrum stolið Laxveiðin í ár hefur verið dræm og ekki er þetta til að bæta úr skák nema síður sé, laxfiskar eru ekki hrifnir af því að hafa marðardýr svamlandi yfir höfði sér. „Neinei, bæði laxar og veiðimenn hafa litla ánægju af þessum félagsskap. En, það sem við höfum gert til að bregðast við þessu gjarnan látið vita af þessu hjá meindýravörnum borgarinnar og þeir brugðist við eins og þeir hafa best vit og þekkingu á. Nú getum við, í árnefndinni og erum að líta til með veiðimönnum, getum ekki verið vopnaðir við þá vörslu. Getum ekki skotið þá sjálfir þó við sjáum þá. En, borgaryfirvöld hafa ýmis úrræði þar á meðal þau, til að stemma stigu við þessu en enn fremur eru þeir með gildrur víða með ánni sem hafa verið að fanga minka í einhverjum mæli,“ segir Ólafur. Brögð hafa verið að því að þessum gildrum hafi verið stolið þannig að í mörg horn er að líta.Ólafur E. Jóhannsson. Menn eiga nú í miklu stríði við mink í Elliðaárdal.Minkurinn skæðurNú er sá tími ársins að hvolparnir fara á stjá úr grenjum sínum með læðunum. „Og, það er svona verið að sýna þeim heiminn og kenna þeim hvernig á að standa að því að veiða seyði og lax í kappi við okkur hina.“ Og vitað er að minkurinn er kappsamur við veiðarnar, hann drepur allt sem hann kemst í, veiðir ekki bara sér til matar. Ólafur segir að brögð séu af því að óprúttnir aðilar hafi stolið gildrunum. „Sem eru nú reyndar ekki mjög sýnilegar. Það er auðvitað hið versta mál þegar fólk er að hirða hluti sem það ekki á, auðvitað í öllum tilvikum, en þetta er ekki til að hjálpa okkur í þessu stríði við minkinn. Því miður.“Minkahundar drepa ketti Önnur ráð, eins og þau að fá fagmenn með minkahunda, hafa ekki reynst vel. „Reyndar eru þeir sem sinna þessu af hálfu Reykjavíkurborgar hinir ágætustu fagmenn, eftir því sem ég best veit, og ég veit það alveg. Vandinn með hundana... þeir hafa ekki treyst sér til að nota þá. Því ekki er nógu góð reynsla af því, sem helgast meðal annars af því að hundar eru, eins og við þekkjum, mjög spenntir fyrir köttum. Og þeir gera ekki mikinn greinarmun á heimilisköttum og minkum, þessir ágætu hundar. Það hefur ekki þótt til fyrirmyndar að minkahundar elti ketti inní garð og drepa þá þar fyrir framan grátandi fjölskyldur.“ Tengdar fréttir Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Vegfarandi sá minkinn í vegkanti og náði mjög góðum myndum af honum þar sem hann var óvenju spakur. 15. september 2014 11:30 Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Gæfur minkur heilsaði upp á veiðimenn Minkurinn þáði litla bleikju sem hann hefur væntanlega farið með í grenið sitt. 17. júlí 2014 14:57 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Ólafur E. Jóhannsson, formaður árnefndar Elliðaáa, segir að aldrei hafi áður hafi jafn mikið verið kvartað undan mink í við árnar og nú í sumar. „Það verður að segjast eins og er,“ segir Ólafur. Veiðimaður sem var við veiðar þar um helgina sá minka við fimm veiðistaði. Í fleirtölu. Hann segir, í samtali við fréttastofu, að þeir hafi verið að spóka sig þar í rólegheitum. „Þeir virtust vera algerlega ófeimnir við okkur sem vorum þarna við veiðar. Bæði sáum við þá skjótast um á bakkanum og einnig á sundi yfir bestu veiðistaðina.“ Þetta kemur Ólafi ekki á óvart. Hann segir minkaplágu ríkjandi við þessa laxveiðiperlu innan borgarmarka, hann man ekki eftir því að hafa fengið eins margar tilkynningar um mink, alveg frá efsta stað árinnar við stífluna, veiðistaður sem heitir Höfuðhylur og svo niður að Árbæjarstíflu. „Það hefur verið, vægast sagt, líf og fjör á þeim vettvangi í sumar. Því miður.“Gildrum stolið Laxveiðin í ár hefur verið dræm og ekki er þetta til að bæta úr skák nema síður sé, laxfiskar eru ekki hrifnir af því að hafa marðardýr svamlandi yfir höfði sér. „Neinei, bæði laxar og veiðimenn hafa litla ánægju af þessum félagsskap. En, það sem við höfum gert til að bregðast við þessu gjarnan látið vita af þessu hjá meindýravörnum borgarinnar og þeir brugðist við eins og þeir hafa best vit og þekkingu á. Nú getum við, í árnefndinni og erum að líta til með veiðimönnum, getum ekki verið vopnaðir við þá vörslu. Getum ekki skotið þá sjálfir þó við sjáum þá. En, borgaryfirvöld hafa ýmis úrræði þar á meðal þau, til að stemma stigu við þessu en enn fremur eru þeir með gildrur víða með ánni sem hafa verið að fanga minka í einhverjum mæli,“ segir Ólafur. Brögð hafa verið að því að þessum gildrum hafi verið stolið þannig að í mörg horn er að líta.Ólafur E. Jóhannsson. Menn eiga nú í miklu stríði við mink í Elliðaárdal.Minkurinn skæðurNú er sá tími ársins að hvolparnir fara á stjá úr grenjum sínum með læðunum. „Og, það er svona verið að sýna þeim heiminn og kenna þeim hvernig á að standa að því að veiða seyði og lax í kappi við okkur hina.“ Og vitað er að minkurinn er kappsamur við veiðarnar, hann drepur allt sem hann kemst í, veiðir ekki bara sér til matar. Ólafur segir að brögð séu af því að óprúttnir aðilar hafi stolið gildrunum. „Sem eru nú reyndar ekki mjög sýnilegar. Það er auðvitað hið versta mál þegar fólk er að hirða hluti sem það ekki á, auðvitað í öllum tilvikum, en þetta er ekki til að hjálpa okkur í þessu stríði við minkinn. Því miður.“Minkahundar drepa ketti Önnur ráð, eins og þau að fá fagmenn með minkahunda, hafa ekki reynst vel. „Reyndar eru þeir sem sinna þessu af hálfu Reykjavíkurborgar hinir ágætustu fagmenn, eftir því sem ég best veit, og ég veit það alveg. Vandinn með hundana... þeir hafa ekki treyst sér til að nota þá. Því ekki er nógu góð reynsla af því, sem helgast meðal annars af því að hundar eru, eins og við þekkjum, mjög spenntir fyrir köttum. Og þeir gera ekki mikinn greinarmun á heimilisköttum og minkum, þessir ágætu hundar. Það hefur ekki þótt til fyrirmyndar að minkahundar elti ketti inní garð og drepa þá þar fyrir framan grátandi fjölskyldur.“
Tengdar fréttir Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Vegfarandi sá minkinn í vegkanti og náði mjög góðum myndum af honum þar sem hann var óvenju spakur. 15. september 2014 11:30 Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Gæfur minkur heilsaði upp á veiðimenn Minkurinn þáði litla bleikju sem hann hefur væntanlega farið með í grenið sitt. 17. júlí 2014 14:57 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Vegfarandi sá minkinn í vegkanti og náði mjög góðum myndum af honum þar sem hann var óvenju spakur. 15. september 2014 11:30
Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38
Gæfur minkur heilsaði upp á veiðimenn Minkurinn þáði litla bleikju sem hann hefur væntanlega farið með í grenið sitt. 17. júlí 2014 14:57
Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent