Kærir ákvörðun vegna virkjunar í Bjarnarflagi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2014 19:01 Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar þarfnist víðtækrar endurskoðunar. Landsvirkjun segir Skipulagsstofnun hafa hunsað álit Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar og ætlar að láta reyna á hvort ákvörðun hennar eigi sér lagastoð og að gætt hafi verið meðalhófs. Í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er þegar starfandi elsta jarðgufuvirkjun landsins, frá árinu 1969, upp á þrjú megavött, en Landsvirkjun hefur lengi áformað að reisa þar aðra og mun stærri virkjun og lá fyrir umhverfismat frá árinu 2004. Lög gera ráð fyrir að tíu ára gamalt umhverfismat þurfi að endurskoða og hafði Landsvirkjun sjálf bent á að nokkrir þættir væru vanreifaðir í fyrra mati, eins og áhrif virkjunar á grunnvatn og loftgæði og líkur á smáskjálftum vegna niðurdælingar. Skipulagsstofnun ákvað hins vegar í síðasta mánuði að krefjast mun víðtækari endurskoðunar á umhverfismatinu og eru helstu rök hennar þau að forsendur hafi breyst verulega í ljósi reynslu af rekstri annarra jarðvarmavirkjana; breytingar hafi orðið á reglum um loftgæði og lögum um verndun Mývatns og Laxár; ferðamannastraumur hafi stóraukist á áhrifasvæði Bjarnarflagsvirkjunar; og Mývatnssvæðið sé skráð sem eitt af þremur Ramsarsvæðum á Íslandi. Landsvirkjun segir á móti að Skipulagsstofnun hafi ekki tekið tillit til umsagna Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar og fleiri aðila, sem ekki töldu að verulegar breytingar hefðu orðið á forsendum; ekki hafi verið tekið tillit til þess að virkjunin var minnkuð úr 90 MW niður í 45 MW; þetta sé verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem kalli á mjög kostnaðarsama og umfangsmikla endurskoðun; og það sé skilyrði í stjórnsýslurétti að íþyngjandi ákvarðanir eigi sér skýra lagastoð og að gætt sé meðalhófs. Landsvirkjun hefur því kært ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Það sé gert í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem reynir á ákvæði um endurskoðun tíu ára gamals umhverfismats, þess fordæmis sem niðurstaðan gæti skapað, svo og þeirra hagsmuna Landsvirkjunar sem eru í húfi. Tengdar fréttir Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Skipulagsstofnun vill að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar verði endurgert. Forstjóri Landsvirkjunar telur allar líkur á því að ráðist verði í þá vinnu enda svæðið í nýtingarflokki. Landvernd fagnar áfangasigri og segir sýn félagsins staðfesta. 12. nóvember 2014 07:00 Mývatn sagt eiga að njóta vafans Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit. 1. apríl 2014 07:00 Telur Bjarnarflagsvirkjun ekki ógna lífríki Mývatns Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. 19. apríl 2013 21:00 Leggjast ekki gegn Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Veiðifélags Mývatns felldi tillögu um að skorað yrði á sveitarstjórn Skútustaðahrepps að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við Bjarnarflagsvirkjun. 21. febrúar 2014 10:30 Landvernd krest þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Landverndar, sem var haldinn í Reykjavík í dag, hvetur stjórn Landsvirkjunar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að hlífa lífríki Mývatns við auknu álagi sem mun fylgja fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. 14. apríl 2013 16:40 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar þarfnist víðtækrar endurskoðunar. Landsvirkjun segir Skipulagsstofnun hafa hunsað álit Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar og ætlar að láta reyna á hvort ákvörðun hennar eigi sér lagastoð og að gætt hafi verið meðalhófs. Í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er þegar starfandi elsta jarðgufuvirkjun landsins, frá árinu 1969, upp á þrjú megavött, en Landsvirkjun hefur lengi áformað að reisa þar aðra og mun stærri virkjun og lá fyrir umhverfismat frá árinu 2004. Lög gera ráð fyrir að tíu ára gamalt umhverfismat þurfi að endurskoða og hafði Landsvirkjun sjálf bent á að nokkrir þættir væru vanreifaðir í fyrra mati, eins og áhrif virkjunar á grunnvatn og loftgæði og líkur á smáskjálftum vegna niðurdælingar. Skipulagsstofnun ákvað hins vegar í síðasta mánuði að krefjast mun víðtækari endurskoðunar á umhverfismatinu og eru helstu rök hennar þau að forsendur hafi breyst verulega í ljósi reynslu af rekstri annarra jarðvarmavirkjana; breytingar hafi orðið á reglum um loftgæði og lögum um verndun Mývatns og Laxár; ferðamannastraumur hafi stóraukist á áhrifasvæði Bjarnarflagsvirkjunar; og Mývatnssvæðið sé skráð sem eitt af þremur Ramsarsvæðum á Íslandi. Landsvirkjun segir á móti að Skipulagsstofnun hafi ekki tekið tillit til umsagna Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar og fleiri aðila, sem ekki töldu að verulegar breytingar hefðu orðið á forsendum; ekki hafi verið tekið tillit til þess að virkjunin var minnkuð úr 90 MW niður í 45 MW; þetta sé verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem kalli á mjög kostnaðarsama og umfangsmikla endurskoðun; og það sé skilyrði í stjórnsýslurétti að íþyngjandi ákvarðanir eigi sér skýra lagastoð og að gætt sé meðalhófs. Landsvirkjun hefur því kært ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Það sé gert í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem reynir á ákvæði um endurskoðun tíu ára gamals umhverfismats, þess fordæmis sem niðurstaðan gæti skapað, svo og þeirra hagsmuna Landsvirkjunar sem eru í húfi.
Tengdar fréttir Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Skipulagsstofnun vill að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar verði endurgert. Forstjóri Landsvirkjunar telur allar líkur á því að ráðist verði í þá vinnu enda svæðið í nýtingarflokki. Landvernd fagnar áfangasigri og segir sýn félagsins staðfesta. 12. nóvember 2014 07:00 Mývatn sagt eiga að njóta vafans Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit. 1. apríl 2014 07:00 Telur Bjarnarflagsvirkjun ekki ógna lífríki Mývatns Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. 19. apríl 2013 21:00 Leggjast ekki gegn Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Veiðifélags Mývatns felldi tillögu um að skorað yrði á sveitarstjórn Skútustaðahrepps að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við Bjarnarflagsvirkjun. 21. febrúar 2014 10:30 Landvernd krest þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Landverndar, sem var haldinn í Reykjavík í dag, hvetur stjórn Landsvirkjunar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að hlífa lífríki Mývatns við auknu álagi sem mun fylgja fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. 14. apríl 2013 16:40 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Skipulagsstofnun vill að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar verði endurgert. Forstjóri Landsvirkjunar telur allar líkur á því að ráðist verði í þá vinnu enda svæðið í nýtingarflokki. Landvernd fagnar áfangasigri og segir sýn félagsins staðfesta. 12. nóvember 2014 07:00
Mývatn sagt eiga að njóta vafans Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit. 1. apríl 2014 07:00
Telur Bjarnarflagsvirkjun ekki ógna lífríki Mývatns Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. 19. apríl 2013 21:00
Leggjast ekki gegn Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Veiðifélags Mývatns felldi tillögu um að skorað yrði á sveitarstjórn Skútustaðahrepps að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við Bjarnarflagsvirkjun. 21. febrúar 2014 10:30
Landvernd krest þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Landverndar, sem var haldinn í Reykjavík í dag, hvetur stjórn Landsvirkjunar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að hlífa lífríki Mývatns við auknu álagi sem mun fylgja fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. 14. apríl 2013 16:40