Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 12:22 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Vísir/Auðunn Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00
Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01
Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45