Handbolti

Höddi Magg í HM-kvöldi: Loksins negldi hann það

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur skoraði 13 mörk úr 15 skotum gegn Egyptum.
Guðjón Valur skoraði 13 mörk úr 15 skotum gegn Egyptum. vísir/eva björk
Sem kunnugt er tryggði Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með sigri á Egyptalandi í dag. Hörður Magnússon, Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason fóru yfir leikinn í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem þeir báru m.a. lof á Guðjón Val Sigurðsson.

Landsliðsfyrirliðinn náði sér engan vegin á strik gegn Tékkum á fimmtudaginn en steig heldur betur upp í dag og skoraði 13 mörk, þar af fjögur af vítalínunni.

„Við höfum verið að óska eftir Guðjóni Val á þessu HM því gæðin eru til staðar og hann er búinn að spila á svo háum standard í svo mörg ár og á svo mörgum stórmótum. En loksins negldi hann það,“ sagði Hörður og Gaupi tók í sama streng.

„Það er líka svo mikilvægt að hann sé að spila vel því hann smitar svo mikið út frá sér. Það geislaði af honum.

„En hann vissi upp á sig skömmina eftir síðasta leik og náði að rífa upp á lappir og liðið, og hann sjálfur, þurfti á þessu að halda,“ sagði Gaupi um nafna sinn.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum.

Eru Egyptar að tapa viljandi?

Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar.

Snorri Steinn: Getum strítt bæði Dönum og Pólverjum

"Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag.

Gunnar: Þeir munu lemja á okkur

Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn segir að strákarnir verði að vera tilbúnir fyrir stríð gegn Egyptalandi.

Arnór Atlason: Einum leik frá átta liða úrslitum

„Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.

Vignir: Þetta var fínt ekki frábært

„Já bíddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×