Handbolti

Bjarni í Selvindi semur við Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni í Selvindi spilar með Valsmönnum á næstu leiktíð.
Bjarni í Selvindi spilar með Valsmönnum á næstu leiktíð. @valurhandbolti

Valsmenn hafa samið við færeyska skyttu um að spila með liðinu á næstu leiktíð.

Bjarni í Selvindi kemur til Vals frá Kristiansand í Noregi eftir þetta tímabil og gildir samningur hans til ársins 2026.

Bjarni er 21 árs leikmaður og á því framtíðina fyrir sér. Hann er 189 sentímetrar á hæð.

Bjarni hefur skorað 115 mörk í 27 leikjum með Kristiansand í norsku deildinni í vetur og aðeins eitt þeirra af vítalínunni. Það gera 4,2 mörk utan af velli að meðaltali í leik.

„Við í stjórn hkd. Vals ásamt þjálfurum erum mjög spennt fyrir komu Bjarna. Bjarni hefur spilað með unglingalandsliðum Færeyja og er framtíðar landsliðsmaður þeirra. Við bindum miklar vonir við komu hans,“ sagði Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, við miðla Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×