Handbolti

Aue ævin­týri Óla Stef tekur enda eftir tíma­bilið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þrátt fyrir slæmt gengi ætla menn að kveðjast sáttir þann 25. maí.
Þrátt fyrir slæmt gengi ætla menn að kveðjast sáttir þann 25. maí. EHV AUE

Ólafur Stefánsson mun láta af þjálfun þýska handboltaliðsins EHV Aue eftir tímabilið. Markvörður liðsins, Sveinbjörn Pétursson, mun þá einnig yfirgefa félagið. 

Ólafur tók við störfum í desember á síðasta ári eftir að félagið rak fyrrum þjálfara sinn vegna dapurs gengis. Ólafur hafði áður þjálfað Val og verið aðstoðarmaður hjá íslenska landsliðinu og þýska liðinu HC-Erlangen. 

Það hefur ekki tekist að bjarga EHV Aue frá falli og liðið stefnir niður í þriðju efstu deild Þýskalands. 

Sveinbjörn Pétursson hefur leikið með liðinu í alls átta ár, fyrst frá 2012–16 og aftur undanfarin fjögur ár. 

Félagið tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að breytingar væru í vændum. Þar með talið brotthvarf Íslendinganna tveggja. 

Þeir verða kvaddir í síðasta heimaleik liðsins gegn Eintracht Hagen þann 25. maí. 


Tengdar fréttir

Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust

Ís­lenski mark­vörðurinn Svein­björn Péturs­son horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í hand­bolta nú þegar að Ólafur Stefáns­son hefur tekið við þjálfun liðsins. Verk­efnið fram­undan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Svein­bjarnar, komið inn með margar góðar og já­kvæðar breytingar á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×