Erlent

Hætt við boðaðar kosningar í Svíþjóð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ekkert verður af því að þingkosningar fari fram í Svíþjóð þann 22. mars næstkomandi. Forsætisráðherran Stefan Löfven hafði boðað til kosninga eftir að fjárlagafrumvarp minnihlutarstjórnar hans hlaut ekki brautgengi en stjórn hans hafði þá aðeins setið í 62 daga.

Í stað þess að greiða atkvæði með tillögum stjórnarinnar kusu Svíþjóðardemókratar með tillögum stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja hafði eingöngu 138 þingsæti af 349 bakvið sig.

„Það er hefð í sænskum stjórnmálum að ná að leysa úr erfiðum vandamálum með sáttum,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundi í dag þar sem greint var frá ákvörðuninni.

Fulltrúar sænskra stjórnmálaflokka hafa unnið af því yfir hátíðirnar að afstýra stjórnarkreppunni þar í landi. Lendingin hefur hlotið nafnið Desembersamkomulagið en það felur í sér að ríkisstjórnin verður að láta sér lynda að fara eftir fjárlögum stjórnarandstöðunnar á næsta ári en fram til ársins 2022 verði stjórnarandstöðuflokkum óheimilt að kjósa gegn fjárlagatillögum stjórnarinnar.

Desembersamkomulagið felur einnig í sér málamiðlanir í málefnum er tengjast eftirlaunum, varnar- og orkumálum. Að auki einangrar það Svíþjóðardemókrata nokkuð en innflytjandastefna flokksins er afar umdeild. 


Tengdar fréttir

Nýjar þingkosningar í Svíþjóð 22. mars

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti að þann 29. desember verði boðað verði til þingkosninga í Svíþjóð. Kosningar fara fram þann 22. mars.

Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin.

Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu

Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið.

Líklegt að sænskir kjósendur leiti til stóru flokkanna

Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann í Malmö, telur að sænskir kjósendur muni fyrst og fremst kjósa þannig að það náist einhver stöðugleiki í sænsk stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×