Erlent

Gríðarleg öryggisgæsla í Boston-maraþoninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Boston-maraþonið sem hófst í hádeginu í dag en þrír létu lífið og margir særðust í hryðjuverkaárás sem gerð var við endalínuna fyrir ári síðan.

Fjöldinn allur af Íslendingum taka þátt í hlaupinu í ár.

Um 3.500 lögreglumenn verða við öryggisgæslu við hlaupaleiðina í gegnum borgina en yfirvöld í Boston að engar hótanir um árás hafa borist fyrir hlaupið í dag.

Leitað verður í bakpokum hjá áhorfendum hlaupsins og eru um eitt hundrað öryggismyndavélar í kringum hlaupaleiðina.

36.000 manns taka þátt í Boston-maraþoninu í ár og má gera ráð fyrir því að um ein milljón manns fylgist með hlaupinu í borginni.


Tengdar fréttir

Skotinn til bana af FBI

Tétneskur innflytjandi, sem talinn er tengjast sprengjutilræðinu við Boston-maraþonið, var í vikunni skotinn og drepinn af FBI, eftir að hann sýndi af sér háskalega framkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×