Enski boltinn

Gleymdi sprengjunni á Old Trafford: Fyrirtækið fer sennilega á hausinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Framkvæma þurfti sprengjuleit á Old Trafford um helgina.
Framkvæma þurfti sprengjuleit á Old Trafford um helgina. vísir/getty
Maðurinn sem á fyrirtækið sem bar ábyrgð á því að eftirlíking af sprengju gleymdist á Old Trafford í síðustu viku hefur beðist afsökunar á ringulreiðinni sem skapaðist.

Rýma varð leikvanginn skömmu fyrir leik Manchester United gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um helgina þegar hluturinn fannst og var ákveðið að fresta leiknum.

Sjá einnig: Ferðaðist 4.800 kílómetra en leiknum svo aflýst

Eftir að hluturinn hafi verið sprengdur af sérfræðingur kom í ljós að um eftirlíkingu var að ræða sem öryggisfyrirtækið Security Search Management & Solutions skildi eftir á æfingu í síðustu viku.

Christopher Reid, forstjóri fyrirtækisins, baðst afsökunar á málinu og segir að eftir atvikið sé framtíð þess ekki björt.

„Þetta eru mín mistök og ég tek fulla ábyrgð á þessu. Líklegt er að fyrirtækið verður leyst upp,“ sagði Reid sem er fyrrum lögreglumaður.

Sjá einnig: Íslendingur á Old Trafford: „Fólk áttar sig ekki á hvað er að gerast"

„Það er örugglega verið að funda núna um hvers konar gapastokk á að nota fyrir mig. Ég verð að axla ábyrgð og mun gera það.“

„Það er heilmikið sem ég vil segja við stuðningsmenn en ég ætla ekki að gera það á þessum tíma. Ég veit ekki hvað ég má segja og hvað ég á að segja.“

Líklegt er að United tapi hálfum milljarði króna á öllu saman en leikur United og Bournemouth fer fram í kvöld.


Tengdar fréttir

"Sprengjan" reyndist æfingartæki

Pakkinn sem fannst á Old Trafford í dag og flestir héldu að væri sprengja reyndist æfingartæki frá því á æfingu í síðustu viku.

Ferðaðist 4.800 kílómetra en leiknum svo aflýst

Stuðningsmaður Manchester United frá Sierra Leone sem fór í fýluferð á Old Trafford í gær mun fara á bikarúrslitaleikinn hjá United á sunnudag þökk sé stuðningsmönnum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×