Fleiri fréttir

KEA reisir stærsta hótel Norðurlands

KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar.

Karen Kjartansdóttir til Aton

Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá almannatengslafyrirtækinu Aton en hún starfaði sem samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2013 til 2017.

Júlíus einnig til liðs við Kviku

Júlíus Heiðarsson hefur verið ráðnir til markaðsviðskipta Kviku en hann hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og starfað fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Breyti umgjörð eldsneytismarkaðar í þágu virkari samkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur birt fjögur álit þar sem mælst er til þess við Reykjavíkurborg, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara að þessir aðilar beiti sér fyrir breytingum á umgjörð eldsneytismarkaðar til að stuðla að virkari samkeppni.

Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg

Við framkvæmdir á Jamie's Italian veitingastaðnum á Hótel Borg fundust gömul málverk sem máluð voru beint á steypuna. Eigendur vilja vernda verkið sem er mjög skemmt og tekur kokkurinn í sama streng.

Íslendingar aftur farnir að kaupa eignir á Spáni

Eftir afléttingu hafta fyrr á árinu hafa Íslendingar í vaxandi mæli verið að skoða fasteignakaup erlendis. Eitthvað er um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa en lítið enn sem komið er.

Krónan í forgrunni við endurskoðun peningastefnu

Umboð nefndar ríkisstjórnarinnar um peningamál afmarkast við íslensku krónuna. Nefndin mun því skoða leiðir til að styrkja umgjörð undir krónuna en ekki skoða upptöku annarra gjaldmiðla.

Viðskipti jukust um 72%

Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 72.919 milljónum eða 3.170 milljónum á dag í Kauphöll Íslands.

Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum

Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum

Áfram snúast hjólin í Bretlandi

Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu.

Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche

Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið.

Telur ekki ástæðu til að rannsaka sölu LBI

Eiríkur Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaldbaks, segir að sér hafi alltaf fundist meiri frétt í því af hverju Kaldbakur fékk ekki að kaupa Landsbankann en Búnaðarbankann.

Huld ráðin framkvæmdastjóri NSA

Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, NSA, hefur ráðið Huld Magnúsdóttur í starf framkvæmdastjóra sjóðsins. Tekur hún við af Helgu Valfells sem lét af starfi framkvæmdastjóra í janúar síðastliðnum.

Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll

Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn.

Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar

Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali.

Hverjir högnuðust með Ólafi?

Bakkavararbræður keyptu sig inn í Kaupþing tveimur vikum áður en bankinn fjármagnaði kaup Welling & Partner í Búnaðarbankanum. Nöfn þeirra koma fyrir í samningsdrögum sem rannsóknarnefndin skoðaði.

Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans

Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu.

Fátt um svör frá Hauck & Aufhäuser

Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Rauðar tölur í Kauphöllinni og krónan veikist

Hlutabréf í öllum félögum á aðalmarkaði Kauphallar Íslands hafa lækkað eða staðið í stað það sem af er degi. Þá hefur íslenska krónan veikst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum.

Bjórinn í tönkum Seguls 67 á Siglufirði slapp frá eldinum

"Þetta fór betur en á horfðist og brugghúsið slapp. Rafmagnið var inni allan tímann og bjórinn á tönkunum var við eina gráðu á meðan eldurinn brann og ætti því að sleppa,“ segir Marteinn Brynjólfur Haraldsson, einn eigenda brugghússins Segull 67 á Siglufirði.

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland

Þýska FME var ósamvinnuþýtt

„Auðvitað starfa stofnanir eftir ákveðnum lagaheimildum og maður hefur fullan skilning á því að þýska fjármálaeftirlitið getur ekki afhent okkur gögn ef það hefur ekki heimild til þess. En það eru engu að síður vonbrigði að það geti ekki liðsinnt okkur,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rann­sóknar­nefndar Alþingis, en þýska fjármálaeftirlitið var ósamvinnuþýtt við rannsóknarnefndina.

Segja niðurstöðuna hafa komið sér í opna skjöldu

„Þetta kom mér svo sannarlega á óvart. Ég hélt að það væri búið að skoða þetta og að Ríkisendurskoðun og fleiri væru búnir að fara yfir þetta,“ segir Margeir Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins, sem tók þátt í kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003, um niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis.

Fullyrða enn að þýski Hauck & Aufhäuser hafi keypt hlut

Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum.

Sjá næstu 50 fréttir