Viðskipti innlent

WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus

Haraldur Guðmundsson skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Vísir/Vilhelm

WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus-flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.Þar segir að hæst beri að nefna fjórar glænýjar Airbus A330-900neo breiðþotur sem leigðar séu til tólf ára frá CIT Aerospace International.

„Þetta er nýjasta afurð Airbus framleiðslunnar en viðhengið „NEO“ stend­ur fyr­ir „New Eng­ine Opti­on“ sem þýðir ný teg­und hreyfla sem minnkar eldsneyt­is­notk­un um 14% miðað við nú­ver­andi tækni. Þetta er því hagkvæmasta breiðþotan á markaðnum í dag. Air­bus NEO vél­arn­ar eru þægi­legri, lang­dræg­ari og hljóðlát­ari en fyrri gerðir. Í vélunum verða 365 sæti þar af 42 sæti sem eru stærri, breiðari og með auknu sætabili,“ segir í tilkynningunni.  

„Langdrægni Airbus A330-900neo véla er 9.750 km og gæti flogið til Hong Kong eða Honolulu frá Keflavíkurflugvelli. Listaverð hverrar vélar er 291 milljónir bandaríkjadala. Þá hafa verið keyptar tvær Airbus A321ceo ( „Current Engine Option“) flugvélar keyptar beint frá Airbus og ein Airbus A321neo flugvél leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Vélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku og víðar en þessi viðbót þýðir 50% sætaaukningu fyrir félagið.“

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segist hreykinn af því að geta boðið upp á „einn yngsta flugflotann í heiminum“.

„Þessi viðbót gerir okkur kleift að vaxa og leita á ný mið á fjarlægum slóðum. Þá mun stærri og nýrri floti tvímælalaust styrkja okkur í síharðnandi samkeppni þar sem glænýjar flugvélar eru mun hagkvæmari í rekstri,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.