Fleiri fréttir

Kaupa þriðjungshlut í Solo Holding

Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt þriðjungshlut í Solo Holding ehf. að því er fram kemur í tilkynningu sem Solo Holding ehf. sendir fjölmiðlum.

Spotify tók skarpa dýfu

Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar.

Starfsmönnum Google var ofboðið

Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta.

Hannes hættir sem forstjóri Air Atlanta

Hannes tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans.

Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel

Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels.

Fregnir af dauða hagkerfisins stórlega ýktar

Þrátt fyrir áskoranir framundan, lækkun krónunnar að undanförnu og að útlit sé fyrir hægan vöxt hagkerfisins á næsta ári er óþarfi að örvænta, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka.

Býst við hærri fargjöldum á næstunni

Starfandi forstjóri Ice­landair Group segist hafa "enga trú“ á öðru en að flugfargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Greinandi Landsbankans segir hugsanlegt að flugfélög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni.

Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið.

HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda.

Sigurður Atli í hluthafahóp ÍV

Félag Sigurðar Atla Jónssonar og Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur hefur eignast ríflega 1,5 prósenta eignarhlut í Íslenskum verðbréfum (ÍV), samkvæmt nýjum hluthafalista verðbréfafyrirtækisins.

Sektar Landsbankann um hálfa milljón á dag

Landsbankinn hefur þurft að greiða Fjármálaeftirlitinu 23 milljónir króna í sekt frá því í september. Eftirlitið sektar bankann um hálfa milljón á dag til þess að knýja á um að hann selji hlut sinn í Eyri.

Eignirnar helmingast á þremur árum

Eignir íslenskra hlutabréfasjóða hafa nær helmingast á þremur árum. Talsvert hefur verið um innlausnir fjárfesta, sér í lagi lífeyrissjóða. Framkvæmdastjóri Íslandssjóða segir áhyggjuefni að innlendir langtímafjárfestar sjái ekki tækifæri í að viðhalda hlut sínum á markaði.

Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt

Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt.

„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“

Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar.

Sjá næstu 50 fréttir