Fregnir af dauða hagkerfisins stórlega ýktar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 11:15 Þrátt fyrir allt fjölgar enn komum ferðamanna hingað til lands. Fjölgunartakturinn er nú í meira samræmi við þróunina á heimsvísu. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir áskoranir framundan, lækkun krónunnar að undanförnu og að útlit sé fyrir hægan vöxt hagkerfisins á næsta ári er óþarfi að örvænta, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þjóðarbúið standi þrátt fyrir allt vel og sé í stakk búið til að takast á við bakslög í hagkerfinu. Bölsýnistal um að hér stefni í annað hrun, sambærilegt haustinu 2008, sé því að öllum líkindum úr lausu lofti gripið. Jón Bjarki Bentsson segist þó hafa skilning á því að fólk sé uggandi þessa dagana. Sporin hræði. Gengi krónunnar hafi veikst um rúm 10 prósent á einum mánuði, gorkúluvöxturinn í ferðaþjónustunni er að baki og ýmsir óvissuþættir eru uppi í íslensku efnahagslífi. Þetta hefur til að mynda mátt lesa úr tveimur nýlegum greiningum; annarri frá Landsbankanum og hinni frá Íslandsbanka en í þeirri síðarnefndu var því slegið upp að „snöggkólnun“ væri að eiga sér stað í hagkerfinu.Sjá einnig: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað er í gangi“Þrátt fyrir þetta sagði Jón Bjarki í samtali við Bítið á Bylgjunni að óþarfi sé að óttast djúpa kreppu þó að hægst hafi á. Þvert á móti séu fyrrnefnd teikn til marks um það að „hlutirnir séu að verða eðlilegri,“ í þjóðarbúskapnum. Þar að auki bendi flestir mælikvarðar til að Íslendingar hafi það betra – að jafnaði – en nokkurn tímann fyrr. Til að mynda séu utanlandsferðir Íslendinga í sögulegu hámarki, sem verði að teljast ágætis staðfesting á því að fólk virðist hafa eitthvað á milli handanna. Jón Bjarki slær þó þann varnagla að auðvitað sé þess ályktun byggð á meðaltölum og því sé ekki að neita að margir berjist í bökkum. Engu að síður vilji umræðan um efnahagsmál þessa dagana verða óþarflega neikvæð að mati Jóns Bjarka. Til að mynda sé það ekki rétt, sem fleygt hefur verið fram að undanförnu, að ferðamönnum á Íslandi sé að fækka. Það rétta er að í september hafi til að mynda verið 13 prósent vöxtur í komum ferðamanna hingað til lands. Árið í heild hafi séð 5,5 prósent vöxt sem sé í samræmi við heimsfjölgunartaktinn. Vöxturinn hérlendis sé því farinn að haldast í hendur við þróunina á heimsvísu.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirSamþjöppun er þroskamerki Þar að auki séu komur ferðamanna farnir að dreifast betur yfir árið. Greinin sé því farin að geta boðið upp á stöðuga atvinnu fyrir fólk og um leið skaffað jafnari gjaldeyristekjur yfir árið. Jón Bjarki útilokar þó ekki að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi verið orðin of mörg og of smá í sniðum, sem kunni að útskýra samþjöppunina sem virðist vera að eiga sér stað í geiranum. Fregnir af rekstrarörðugleikum einstakra fyrirtækja séu þó að einhverju leyti eðlileg á þessu stigi máls. Það hafi verið auðvelt að hefja rekstur þegar uppgangurinn var mikill og fyrir vikið gátu eigendur fyrirtækjanna leyft sér að vera aðeins losaralegir í rekstrinum. Nú þurfi hins vegar að verða breyting þar á. „Núna þurfa menn virkilega að taka til í rekstrinum, hagræða, það þarf að fara í sameiningar og það munu ekki allir komast í gegnum þær breytingar,“ segir Jón. Þetta sé þó ekki merki um hrun í ferðamennsku – heldur þroska.„Þetta er bara grein sem er að fullorðnast.“ Þar að auki sé íslenska þjóðarbúið betur í stakk búið til að takast á við hvers kyns bakslög. Þrátt fyrir hraðan vöxt á undanförnum árum, sem hefur minnt marga á uppgang bankanna á árunum fyrir Hrun, þá sé staðreyndin sú að grunnurinn sem vöxturinn hvílir á er gjörólíkur.Hógvær lánveiting „Ferðaþjónustan var aldrei að vaxa á lánsfé, hún var að vaxa vegna þess að hún var að afla gjaldeyristekna inn í okkar litla hagkerfi,“ segir Jón Bjarki og ber þróunina saman við ósjálfbæran vöxt föllnu bankanna. „Þarna er bara kominn nýr geiri sem skaffar á sjötta hundrað milljarða á ári í gjaldeyri inn í landið,“ segir hann enn fremur. Þar að auki hafi lánveiting bankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu verið nokkuð varfærin þrátt fyrir allt. Hlutfall ferðaþjónustunnar í heildarútlánum bankakerfisins sé því ekki hátt. Bankarnir séu þar að auki miklu betur til þess búnir að takast á við áföll en þeir voru fyrir áratug síðan, þökk sé hærra eiginfjárhlutfalli og margvíslegum varúðarúrræðum. Þá eigi íslenska þjóðin meiri eignir í útlöndum en hún skuldar, sem að sögn Jóns Bjarka er fordæmalaus staða í þjóðarbúskapnum. Þá sé óþarfi að óttast núverandi gengi krónunnar. Gengi dagsins í dag sé á svipuðum stað og fyrir tveimur árum - og á þeim tíma þótti það ekki lágt. Hins vegar hafi lækkunin að undanförnu verið mjög snörp og æskilegt væri að draga úr enn frekara gengishruni. Haldist gengið hins vegar stöðugt á núverandi slóðum telur Jón Bjarki að það gæti jafnvel reynst hagkerfinu happadrjúgt. Íslandi hafi þannig betri burði til að vera ekki lengur „dýrasta land í heimi“ og laða áfram ferðamenn hingað til lands. Spjall Jóns Bjarka við Bítismenn má heyra hér að neðan. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Tengdar fréttir Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. 31. október 2018 09:09 „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. 30. október 2018 12:34 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Þrátt fyrir áskoranir framundan, lækkun krónunnar að undanförnu og að útlit sé fyrir hægan vöxt hagkerfisins á næsta ári er óþarfi að örvænta, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þjóðarbúið standi þrátt fyrir allt vel og sé í stakk búið til að takast á við bakslög í hagkerfinu. Bölsýnistal um að hér stefni í annað hrun, sambærilegt haustinu 2008, sé því að öllum líkindum úr lausu lofti gripið. Jón Bjarki Bentsson segist þó hafa skilning á því að fólk sé uggandi þessa dagana. Sporin hræði. Gengi krónunnar hafi veikst um rúm 10 prósent á einum mánuði, gorkúluvöxturinn í ferðaþjónustunni er að baki og ýmsir óvissuþættir eru uppi í íslensku efnahagslífi. Þetta hefur til að mynda mátt lesa úr tveimur nýlegum greiningum; annarri frá Landsbankanum og hinni frá Íslandsbanka en í þeirri síðarnefndu var því slegið upp að „snöggkólnun“ væri að eiga sér stað í hagkerfinu.Sjá einnig: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað er í gangi“Þrátt fyrir þetta sagði Jón Bjarki í samtali við Bítið á Bylgjunni að óþarfi sé að óttast djúpa kreppu þó að hægst hafi á. Þvert á móti séu fyrrnefnd teikn til marks um það að „hlutirnir séu að verða eðlilegri,“ í þjóðarbúskapnum. Þar að auki bendi flestir mælikvarðar til að Íslendingar hafi það betra – að jafnaði – en nokkurn tímann fyrr. Til að mynda séu utanlandsferðir Íslendinga í sögulegu hámarki, sem verði að teljast ágætis staðfesting á því að fólk virðist hafa eitthvað á milli handanna. Jón Bjarki slær þó þann varnagla að auðvitað sé þess ályktun byggð á meðaltölum og því sé ekki að neita að margir berjist í bökkum. Engu að síður vilji umræðan um efnahagsmál þessa dagana verða óþarflega neikvæð að mati Jóns Bjarka. Til að mynda sé það ekki rétt, sem fleygt hefur verið fram að undanförnu, að ferðamönnum á Íslandi sé að fækka. Það rétta er að í september hafi til að mynda verið 13 prósent vöxtur í komum ferðamanna hingað til lands. Árið í heild hafi séð 5,5 prósent vöxt sem sé í samræmi við heimsfjölgunartaktinn. Vöxturinn hérlendis sé því farinn að haldast í hendur við þróunina á heimsvísu.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirSamþjöppun er þroskamerki Þar að auki séu komur ferðamanna farnir að dreifast betur yfir árið. Greinin sé því farin að geta boðið upp á stöðuga atvinnu fyrir fólk og um leið skaffað jafnari gjaldeyristekjur yfir árið. Jón Bjarki útilokar þó ekki að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi verið orðin of mörg og of smá í sniðum, sem kunni að útskýra samþjöppunina sem virðist vera að eiga sér stað í geiranum. Fregnir af rekstrarörðugleikum einstakra fyrirtækja séu þó að einhverju leyti eðlileg á þessu stigi máls. Það hafi verið auðvelt að hefja rekstur þegar uppgangurinn var mikill og fyrir vikið gátu eigendur fyrirtækjanna leyft sér að vera aðeins losaralegir í rekstrinum. Nú þurfi hins vegar að verða breyting þar á. „Núna þurfa menn virkilega að taka til í rekstrinum, hagræða, það þarf að fara í sameiningar og það munu ekki allir komast í gegnum þær breytingar,“ segir Jón. Þetta sé þó ekki merki um hrun í ferðamennsku – heldur þroska.„Þetta er bara grein sem er að fullorðnast.“ Þar að auki sé íslenska þjóðarbúið betur í stakk búið til að takast á við hvers kyns bakslög. Þrátt fyrir hraðan vöxt á undanförnum árum, sem hefur minnt marga á uppgang bankanna á árunum fyrir Hrun, þá sé staðreyndin sú að grunnurinn sem vöxturinn hvílir á er gjörólíkur.Hógvær lánveiting „Ferðaþjónustan var aldrei að vaxa á lánsfé, hún var að vaxa vegna þess að hún var að afla gjaldeyristekna inn í okkar litla hagkerfi,“ segir Jón Bjarki og ber þróunina saman við ósjálfbæran vöxt föllnu bankanna. „Þarna er bara kominn nýr geiri sem skaffar á sjötta hundrað milljarða á ári í gjaldeyri inn í landið,“ segir hann enn fremur. Þar að auki hafi lánveiting bankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu verið nokkuð varfærin þrátt fyrir allt. Hlutfall ferðaþjónustunnar í heildarútlánum bankakerfisins sé því ekki hátt. Bankarnir séu þar að auki miklu betur til þess búnir að takast á við áföll en þeir voru fyrir áratug síðan, þökk sé hærra eiginfjárhlutfalli og margvíslegum varúðarúrræðum. Þá eigi íslenska þjóðin meiri eignir í útlöndum en hún skuldar, sem að sögn Jóns Bjarka er fordæmalaus staða í þjóðarbúskapnum. Þá sé óþarfi að óttast núverandi gengi krónunnar. Gengi dagsins í dag sé á svipuðum stað og fyrir tveimur árum - og á þeim tíma þótti það ekki lágt. Hins vegar hafi lækkunin að undanförnu verið mjög snörp og æskilegt væri að draga úr enn frekara gengishruni. Haldist gengið hins vegar stöðugt á núverandi slóðum telur Jón Bjarki að það gæti jafnvel reynst hagkerfinu happadrjúgt. Íslandi hafi þannig betri burði til að vera ekki lengur „dýrasta land í heimi“ og laða áfram ferðamenn hingað til lands. Spjall Jóns Bjarka við Bítismenn má heyra hér að neðan.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Tengdar fréttir Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. 31. október 2018 09:09 „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. 30. október 2018 12:34 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. 31. október 2018 09:09
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. 30. október 2018 12:34
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent