Fleiri fréttir

Á brauðfótum

Óttar Guðmundsson skrifar

Fyrir einhverjum mánuðum var ég í staddur í samkvæmi þar sem talið barst að heilbrigðismálum. Gestirnir voru stóryrtir um íslenska heilbrigðiskerfið, sögðu það handónýtt og gjörsamlega hrunið. Líktu ástandinu við stríðshrjáðar þjóðir þar sem allir innviðir væru í molum.

Þróun á framhaldsskólastigi

Kolfinna Jóhannesdóttir skrifar

Í menntastefnu þeirri sem birtist í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 og er útfærð í aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 var dregið verulega úr miðstýringu á námsframboði og í námskrárgerð á framhaldsskólastigi. Markmiðið var m.a. að draga úr brotthvarfi og stuðla að bættu námsgengi nemenda með því að auka fjölbreytni náms þannig að allir nemendur hefðu nám við hæfi.

Kynfrelsi og samþykki

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum.

Lögbindum leikskólann

Guðríður Arnardóttir skrifar

Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að reka fyrsta skólastigið.

Hvað getur ferðaþjónustan lært af fótboltanum?

Helga Árnadóttir skrifar

Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári.

Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn

Hjördís Jónsdóttir skrifar

Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis.

Rétti tíminn

Hörður Ægisson skrifar

Það er nánast sama hvert er litið. Fjárfesting í helstu innviðum landsins hefur núna um árabil verið langtum minni en nauðsynlegt getur talist.

Heita kartaflan

Bergur Ebbi skrifar

Vantraust á stjórnvöld er ekki í rénun. Vantraustið er ekki tískusveifla eða bundið við eftirmála efnahagshruns. Það er stærra og það hefur að gera með aðgengi að upplýsingum, nýjan valdastrúktúr og grynnri en hraðari boðleiðir hugmynda. Í sem mestri einföldun má segja að almenningur sé valdameiri en áður. Jafnvel svo valdamikill að það valdi kvíða.

Flókin forréttindi

María Bjarnadóttir skrifar

Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins.

Já, í alvöru

Elín M. Stefánsdóttir skrifar

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot.

Lýðræði

Ágúst Már Garðarsson skrifar

Þið horfið ef til vill í kringum ykkur í þessu pólitíska landslagi sem boðið er upp á og hristið hausinn, ég get vel skilið það.

Í alvöru?

Ólafur Stephensen skrifar

Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Dóttir mín á tvær mömmur

Helga María Guðmundsdóttir skrifar

Ég hef oft fengið spuninguna: „Finnst þér ekki erfitt að dóttir þín kalli aðra konu mömmu.“

Er tollvernd á pari við mannréttindabrot?

Elín M. Stefánsdóttir skrifar

Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess?

Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni?

Emil Robert Smith skrifar

Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun.

Þjóðarsátt um kjör kvennastétta

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis.

Miðjan horfin

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga er ljóst að mikill mannauður yfirgefur þingið eftir 28. október enda eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum.

Ekkert skiptir meira máli

Þorvaldur Gylfason skrifar

Hvað skiptir meira máli á vettvangi stjórnmálanna en að virða eftirsókn þjóðarinnar eftir nýrri stjórnarskrá? – skýran vilja eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og aftur í tveim nýjum skoðanakönnunum á þessu ári. Ekkert – ekkert! – skiptir meira máli að minni hyggju.

Þörf á pólitískri leikgreiningu

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Það er ótrúlega gaman að horfa á íþróttakappleiki, eða það finnst mér allavega. Það sem er svo stundum næstum jafngaman, og stundum enn skemmtilegra, að því mér finnst, er þegar sérfræðingar sitja svo og mala um leikinn löngum stundum eftir að honum er lokið.

Leggjum metnað í menntun

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni.

Brennuvargarnir

Dóra Sif Tynes og Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd.

Mennt er máttur

Sonja Björg Jóhannsdóttir skrifar

Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur.

Öryggismál og samvinna = Færri slys

Þorgeir R. Valsson skrifar

Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir í samtali við RUV þann 3. október síðastliðinn að það sé óboðlegt virðingarleysi gagnvart starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu að hafa öryggismál í ólestri.

Minni áhyggjur – meira val

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Sú kynslóð sem hefur rutt brautina fyrir okkur hin á skilið að lifa áhyggjulausu lífi. Við hin sem höfum tekið við og störfum að málum til að bæta samfélagið verðum að tryggja að aldraðir þurfi ekki að bíða áhyggjufullir eftir þjónustu- og hjúkrunaríbúðum, hafi val um að vinna og þurfi ekki að borga háar fjárhæðir í tannlæknakostnað.

Fjölskyldan er hjartað

Eva H. Baldursdóttir skrifar

Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: "Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum.

Afnemum verðtrygginguna

Lárus S. Lárusson skrifar

Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum.

Vinstri og hægri

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi

Fullt gjald fyrir afnot fiskimiðanna

Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar Þjóðareign skrifar

Forseti Íslands tók í júlí 2015 við undirskriftum 53.571 kosningabærs Íslendings þar sem skorað var á hann að "…vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnar­skrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“.

Faxaflóahafnir og lögmál frumskógarins

Ragnheiður Þorgrímsdóttir skrifar

Sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem er að mestu í eigu Reykja­víkur­borgar, hefur nánast hneppt Hvalfjörð í fjötra með eignarhaldi sínu á Grundartanga þar sem hvert mengandi iðjuverið á fætur öðru hefur risið, fyrir tilstilli Faxaflóahafna.

Fá ekki að kjósa vegna fötlunar

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar

Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd.

Hjálpartæki – þarfasti þjónninn

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu.

Kattasmölun

Magnús Guðmundsson skrifar

Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin til þess að leiða næstu ríkisstjórn enda flokkurinn að mælast sá stærsti nú þegar stutt er til kosninga.

Óskalisti fyrir kosningar 2017

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána.

Sjálfbærni styður viðskiptaleg markmið

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar

Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.

Græðararnir í heilbrigðiskerfinu

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga.

Er ég neyslueining?

Halldóra Kristín Thoroddsen skrifar

Hvað varð um orðið borgari? Datt það út? Orð eru mögnuð, þeim fylgir máttur. Endurskilgreiningar hugtaka fylgja alltaf nýrri hugmyndafræði, nýjum skilningi eða misskilningi. Fyrsta verk boðberanna eru endurskilgreiningar.

Eitrað fyrir lýðræðinu á samfélagsmiðlum

Andri Þór Sturluson og Halldór Auðar Svansson og Hákon Helgi Leifsson skrifa

Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald.

Sjá næstu 50 greinar