Skoðun

Öryggismál og samvinna = Færri slys

Þorgeir R. Valsson skrifar
Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir í samtali við RÚV þann 3. október síðastliðinn að það sé óboðlegt virðingarleysi gagnvart starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu að hafa öryggismál í ólestri. Vinnuveitendur beri skýra ábyrgð á að tryggja öryggi starfsmanna og dæmi um að litið sé fram hjá augljósri hættu sem ætti að vera öllum ljós.

Eitt af því sem fyrirtæki geta gert til að fækka slysum, er að tryggja að öryggismál séu allra á vinnustaðnum og leggja sig fram sem ein liðsheild í að tryggja að allir komi heilir heim.

Þjálfun og fræðsla, áhættumat, góð og skýr samskipti eru gríðarlega mikilvægur þáttur, Skilningur á kröfum, eftirlit og eftirfylgni. Þetta eru allt atriði sem ætti að leggja vinnu í.

Ef þessir hlutir eru í lagi þá sparar það fyrirtækið og samfélagið í heild heilmikla vinnu, orku og ekki síður allan þann kostnað sem hlýst af vinnuslysum bæði fyrir fyrirtæki og samfélagið.

Við hjá mínu fyrirtæki vinnum alla daga í að reyna að hafa öryggismálin á hreinu og eru allir starfsmenn samtaka og vinna sem eitt lið. Sjáum við klárlega mjög góðan árangur af þessari vinnu, og skilar það sér í sífellt færri slysum bæði alvarlegum og minni.

Við höfum með þessu starfi nánast útrýmt alvarlegum slysum á okkar vinnustöðum og erum að vinna í því að fækka þeim sem mætti teljast minni háttar.

Með góðri samvinnu og ná að skapa góða liðsheild þar sem allir vinna að sama markmiði sem er að allir komi heilir heim, þá svo sannarlega getum við sagt að við höfum náð góðum árangri.

Með smá skírskotun í okkar frábæra landslið í fótbolta og liðsheildina :)

Hver vinnustaður og hvert fyrirtæki getur unnið sér inn sitt eigið víkingaklapp með góðri samstöðu, samvinnu og liðsheild þar sem hver hugsar um hvorn annan og vinna allir að því sameiginlega markmiði að gera eins vel og þau geta til þess að fækka slysum.

HÚH fyrir þau sem vilja gera vel í öryggismálum :)

Þorgeir R Valsson, öryggisfulltrúi




Skoðun

Sjá meira


×