Fleiri fréttir

Að byrja á öfugum enda

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar

Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð.

Árásir á innsoginu

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Bandaríkjamenn hófu í vikunni eldflaugaárásir á herstöðvar Sýrlandshers. Árásirnar komu í kjölfar þess að upplýst var um skelfilega efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í bænum Khan Sheikhun þar sem fjölmargir óbreyttir borgarar létu lífið.

Pyngja konunnar er pyngja manns hennar

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Í ár eru 140 ár síðan Millicent nokkur Fawcett lenti í því merkilega atviki að veskinu hennar var ekki stolið. Jú, þjófur hrifsaði veskið af henni þar sem hún spókaði sig um á Waterloo lestarstöðinni í London. Jú, maður var ákærður fyrir þjófnað. Öfugmælin felast hins vegar í því að veski Millicent Fawcett var ekki veski Millicent Fawcett.

Tölvuleikir

Óttar Guðmundsson skrifar

Ódælir og athafnasamir ungir menn eins og Grettir Ásmundsson hafa alltaf verið hluti af veruleika þjóðarinnar. Testósterón gelgjunnar fyllti þá ævintýraþrá og löngun eftir því að gera sig gildandi. Þeir voru eins og ótamdir graðfolar sem stöðugt koma á óvart með uppátækjum sínum. Þetta hefur nú gjörbreyst.

Þunglyndi – Tölum saman!

Hrund Þrándardóttir og Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn bar upp í gær og var helgaður þunglyndi, en það er í fyrsta sinn sem Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur geðheilbrigði þennan sess.

Rétt ákvörðun

Hörður Ægisson skrifar

Það er áhyggjuefni hversu útbreidd sú skoðun er að það sé æskilegt að ríkið fari með eignarhald á nánast öllu bankakerfinu.

Kötturinn og greifinn hans

Þórlindur Kjartansson skrifar

Það blés ekki byrlega fyrir kattargreyinu sem fátæki malarsonurinn fékk í arf eftir föður sinn. Hinn nýi eigandi var svo sárafátækur að það fyrsta sem honum datt í hug var að slátra kvikindinu og búa til úr skinninu hanska.

Konur laga líka

Hildur Björnsdóttir skrifar

Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg.

Kolefnisbinding er náttúruvernd

Pétur Halldórsson skrifar

Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni "Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því.

Rangfærslur dómsmálaráðherra

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga.

Nístandi naumhyggja

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu.

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann

Benedikt Einarsson skrifar

Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn síðastliðinn skrifaði Kári Stefánsson enn einn pistilinn þar sem hann beinir spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kári byrjar pistil sinn á að hreykja sér af því að hafa í fyrri skrifum sínum dregið Bjarna yfir naglabrettið, gert að honum grín, ásakað um ljóta hluti og gert lítið úr honum.

Alþjóðlegur heilbrigðisdagur gegn þunglyndi

Óttar Proppé skrifar

"Þunglyndi! Tölum um það.“ Þetta eru skilaboð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á alþjóðaheilbrigðisdeginum 7. apríl sem að þessu sinni er helgaður þunglyndi og hvernig við getum spornað við þunglyndi og bætt aðstæður þeirra sem við það glíma.

Hörpuholan

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það er víst orðið of seint að fylla upp í ginnungagapið við hlið Hörpu. Þetta sár sem öskrar á alla ferðamenn sem vilja njóta útsýnisins á 5. hæð tónlistarhússins fagra.

Sektarnýlendan

Þorvaldur Gylfason skrifar

Þótt halli nú mjög á Bandaríkin í augum umheimsins mega menn ekki missa sjónar á gamalgrónum styrk landsins sem helgast m.a. af stjórnarskránni frá 1787. Hún tryggir að Bandaríkin eru réttarríki þar sem allir mega heita jafnir fyrir lögum og rammgert jafnvægi ríkir milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds.

Martröð í Sýrlandi

Frosti Logason skrifar

Þegar þetta er skrifað er mér efst í huga hinn hroðalegi atburður sem gerðist á þriðjudagsmorgni í þessari viku í bænum Khan-Sheikhoun í Iblib-héraði í Sýrlandi.

Enn skal á það reyna

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins.

Breytingar snúast um fólk

Sylvía Guðmundsdóttir skrifar

Þegar kemur að flutningi Fiskistofu er auðvelt að týna sér í umræðunni um kostnað, bætt starfstækifæri á landsbyggðinni og pólitík. En hvað með upplifun starfsmanna?

Allir þurfa súrefni til að lifa

Elfa Dröfn Ingólfsdóttir skrifar

Í andrúmsloftinu eru ýmsar lofttegundir og af þeim er súrefni um 21%, sem dugar vel til að anna þörfum heilbrigðra. Aftur á móti búa yfir 500 manns á Íslandi við þann veruleika að þurfa daglega viðbótar súrefnisgjöf.

Hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð um Iðnó?

Ögmundur Jónasson skrifar

Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hund­rað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum.

Djöfullinn danskur

Magnús Guðmundsson skrifar

Djöfullinn danskur höfum við haft á orði allt frá dögum einokunar danskra kaupmanna og höfum enn um sitthvað sem okkur þykir of slæmt til þess að það geti verið á okkar ábyrgð.

Með rauðum penna

Kári Stefánsson skrifar

Bjarni, mig hefur lengi langað til þess að tjá þér aðdáun mína á því hvernig þú hefur tekið því þegar ég hef dregið þig yfir naglabrettið í skrifum mínum. Ég hef hætt þig, gert grín að þér, ásakað þig um ljóta hluti og gert lítið úr þér og stundum hefur mér tekist ágætlega upp við þá iðju. Undantekningalaust hefur þú tekið þessu með bros á vör.

Fátækt er áráttueinkenni

Bjarni Karlsson skrifar

Það er eitthvað að gerast. Það er eins og þjóðarsálin horfi forviða í spegil og finni til klígju. Í síðustu viku varð netsprenging þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir kom fram og útskýrði á mannamáli hvernig það er að vera krabbameinssjúkur Íslendingur.

Svikin loforð – enn og aftur

Guðríður Arnardóttir skrifar

Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú.

Fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar

Jóhann Helgason skrifar

Á undanförnum árum þegar þú varst fjármálaráðherra voru miklar tilfærslur á fasteignamarkaðinum frá einstaklingum til ríkisins (Íbúðalánasjóðs).

Það væri hræðileg hugmynd að festa krónuna við evru

Lars Christensen skrifar

Í viðtali við Financial Times um helgina gaf Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skyn að það gæti verið góð hugmynd að festa krónuna við evru. Það er ekkert leyndarmál að ég er ekki aðdáandi fastgengis og ég tel sannarlega að það væri misráðið að festa gengi íslensku krónunnar við evruna.

Sófasérfræðingar og gráðugir úlfar

Eva Magnúsdóttir skrifar

Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni

Hvað gerir Bjarni?

Kristján Guy Burgess skrifar

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði verið forsætisráðherra í tvo mánuði hafði hann átt einkafundi með framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna og NATO, æðstu ráðamönnum ESB, forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi og lögmanni Færeyja.

ASÍ, SI og SA … úlfur, úlfur

Ævar Rafn Hafþórsson skrifar

Þegar ég ákvað að skrifa meistararitgerð í hagfræði um framleiðni á byggingamarkaði á Íslandi og bera saman við framleiðni á byggingamarkaði í Noregi þá varð mér strax ljóst að erfitt gæti reynst að fá gögn og mikilvægar upplýsingar. Gagnaöflunin tók langan tíma og á tímabili var ég efins um að þetta tækist.

Sársaukamörk

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Ef það er stefnan að vera áfram með sólskin fyrir hádegi og þrumuveður eftir hádegi, endalausar árstíðasveiflur krónunnar, þá verða menn að virða sveiflurnar bæði upp og niður.

Landið og lömbin

Guðmundur Gíslason skrifar


Einu sinni var Ísland þakið skógi frá fjöru til fjalla, en ekki lengur. Hvað gerðist eiginlega? Stutta, einfalda svarið er að ofbeit gerðist.


Heyrðu Dagur...

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?

Fjármálalæsi ungs fólks

Ásta S. Helgadóttir skrifar

Alþjóðleg fjármálalæsisvika stóð yfir dagana 27. mars til 2. apríl en tilgangur hennar var m.a. að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi fjármálalæsismenntunar og viðhorfsbreytingum í fjármálum.

Allir eiga rétt til menntunar eftir framhaldsskóla

Margrét M. Norðdahl og Aileen Soffía Svensdóttir skrifar

Flest ungt fólk sem lýkur framhaldsskólanámi hefur áhuga á frekari menntun. Fyrir flesta er þetta einfalt og fólk getur yfirleitt sótt í það nám sem það hefur áhuga á og þar sem styrkleikar þeirra njóta sín. Það á þó því miður ekki við um alla. Fólk með þroskahömlun sem lýkur námi frá starfsbrautum framhaldsskóla hefur ekki þessi tækifæri.

Ákallið að engu haft

Guðjón S. Brjánsson skrifar

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var ­­fyrir helgi er því slegið upp að aukning til heilbrigðisþjónustu til ársins 2022 verði hvorki meira né minna en 20%. Látið er að því liggja að um leiftrandi sókn sé að ræða og verulegan viðsnúning til hagsbóta fyrir þá sem lengi hafa beðið.

Sjá næstu 50 greinar