Skoðun

Fallin ríkisstjórn

Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til reksturs innviða samfélagsins á sviði mennta- og heilbrigðismála. Á stjórnarandstaðan að hjálpa? Þegar frumvarp um jafnlaunavottun verður lagt fram, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja Sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni Sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þótt stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Hvað láta stjórnarþingmenn bjóða sér? Það er mikið lím fólgið í því að sitja í ríkisstjórn og ekki einfalt fyrir þingmann að vera „sá sem fellir ríkisstjórnina“ hvaða ríkisstjórn sem á í hlut. En einhvern tíma hlýtur að koma að því að fólki sé nóg boðið. Flokkarnir tveir sem sitja með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn höfðu uppi stór orð um kerfisbreytingar og nýtt upphaf. Við sjáum hverju það skilaði. Ítrekað hefur verið bent á að forsætisráðherrann sagði Alþingi ósatt þegar hann greindi frá stöðu skýrslna í ráðuneyti hans. Af því að þingmaðurinn sem hefur bent á þetta er „bara Pírati“ þá er þessi réttmæta ásökun hans aftur á móti ekki tekin alvarlega. – Síðasta Landsdómsmál Danmerkur var vegna ráðherra sem sagði ósatt á danska þinginu. kvót Síðasta Landsdómsmál Danmerkur var vegna ráðherra sem sagði ósatt á danska þinginu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×