Að byrja á öfugum enda Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun