Fleiri fréttir

Segir að huga megi betur að sviðsetningunni

Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamálastjóri segir ástæðulaust að örvænta þó nýjar tölur bendi til þess að ferðamönnum hér á landi fari fækkandi. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við ferðamálastjóra og ráðherra ferðamála.

„Pútín hugsar eins og njósnaforingi"

Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag.

Stefna á Íslandsmet í perlun armbanda

Tólfan og Kraftur taka höndum saman í dag og perla af krafti til stuðnings ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent

Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september.

„Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“

Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð.

Mótmæla tillögum um auknar álögur á gos

Samtök iðnaðarins mótmæla tillögum Embættis landlæknis um að auka álögur á gosdrykki og hafa sent bréf þess efnis til Bjarna Benediktssonar og Svandísar Svavarsdóttur.

Hafna stöðvun framkvæmda

Kröfu Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Landverndar um að framkvæmdir við Brúarvirkjun í Tungufljóti verði stöðvaðar hefur verið hafnað af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tekist á um þá ákvörðun SÁÁ að hætta að taka á móti föngum

Formaður Félags fanga líkir ákvörðun SÁÁ við fjárkúgun. Formaður SÁÁ segir að málið snúist ekki um peninga heldur verkferla. Fangar fá enn þá meðferð í fangelsum og í Hlaðgerðarkoti. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir sjúkrastofnun ekki geta neitað að taka á móti sjúklingum því verkferlar séu í ólagi.

Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu

Þó að útvarpsstjóri standi með þeirri ákvörðun RÚV að greiða 2,5 milljónir til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla ríkir enn megn óánægja með gjörninginn meðal fréttamanna. Trúnaðarákvæði var að frumkvæði RÚV og var óþarfi.

Fjöldi framboða gæti gert talningu seinlegri

Hálfur mánuður er til sveitarstjórnarkosninga og fer utankjörfundur fram í Smáralind. Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að vafaatkvæðum gæti fjölgað vegna mikils fjölda framboða.

Gagnrýnir málflutning ASÍ um iðgjöld ökutækjatrygginga

Verkefnastjóri hjá ASÍ segir tryggingafélög hækka iðgjöld þvert á þróun neysluverðs og annarra mikilvægra þátta. Félögin greiði út háan arð í stað þess að láta viðskiptavini njóta hagnaðar af rekstrinum. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir málflutning ASÍ og segir ekki horft til réttra þátta.

Sjá næstu 50 fréttir