Fleiri fréttir

Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum.

Vilja göng milli lands og Eyja

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum.

Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan

„Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi.

Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu

Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn.

Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins.

Strætó dæmt til að greiða 100 milljónir

Strætó bs. var síðastliðinn fimmtudag dæmt til þess að greiða Allrahanda GL. ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmæts útboðs af hálfu Strætó.

Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki

Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað.

Fornleifarannsóknum sniðinn þröngur stakkur

Um 45 milljónum króna er varið til fornminjasjóðs á næsta ári. Sama upphæð og í fyrra. Formaður félags fornleifafræðinga segir erfitt að stunda fornleifarannsóknir í dag.

Prestur á Staðastað og biskup deila enn

Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu.

Hægt að greiða með snjallsíma við búðarkassann

Íslenskir neytendur geta nú greitt fyrir vörur og þjónustu án þess að þurfa nokkurn tímann að taka upp seðla eða greiðslukort. Með nýrri tækni er hægt að greiða við afgreiðslukassa með snjallsímann einan að vopni.

Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki

Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins.

Þorsteinn býður sig fram til þings með Sigmundi

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu flokksins skelfilega vegna hinna miklu innanflokksátaka sem þar hafa geisað undanfarna daga. Framkvæmdastjóri flokksins vildi ekki veita fréttastofu upplýsingar um hversu margir hafa skráð sig úr flokknum í dag og bar við trúnaði.

Sjá næstu 50 fréttir