Innlent

Tólf mánuðir fyrir níu milljóna fjársvik í Ölgerðinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Grunur vaknaði um brot mannanna árið 2015.
Grunur vaknaði um brot mannanna árið 2015. Vísir/anton
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo menn í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Mennirnir vor ákærðir fyrir að hafa svikið fé úr Ölgerðinni fyrir tveimur árum síðan. Talið er að mennirnir hafi haft níu milljónir upp úr krafsinu.

Annar mannanna var á þeim tíma sem brotin voru framin framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni en hinn starfaði á auglýsingastofunni Vert. Í ákæru vegna málsins segir að sá síðarnefndi hafi verið talinn hafa gefið út tilhæfulausa reikninga til Ölgerðarinnar sem vörumerkjastjórinn samþykkti til greiðslu.

Samtals hljóðuðu reikningarnir upp á níu milljónum króna og í ákærunni sagði að mennirnir hefðu skipt ávinningnum á milli sín, helmingur rann til auglýsingastofunnar en helmingur til framkvæmdastjórans og fjölskyldu hans.

Grunur vaknaði um brot mannanna árið 2015. Þá kærði Ölgerðin mennina til lögreglu. Færslurnar voru alls 22 og voru upphæðir þeirra á bilinu frá 180 þúsund krónum upp í tæpar 680 þúsund krónur.

Haldi mennirnir skilorð í tvö ár fellur fullnusta refsingarinnar niður. Mennirnir þurfa jafnframt að að greiða málsþóknun til lögmanna þeirra, um þrjár milljónir króna.


Tengdar fréttir

Fjársvikin í Ölgerðinni námu níu milljónum

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært mennina tvo, sem grunaðir eru um að hafa svikið fé úr Ölgerðinni fyrir tveimur árum síðan, fyrir fjársvik og skjalafals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×