Innlent

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu var 6,7% árið 2015

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Ferðamenn í Reykjadal.
Ferðamenn í Reykjadal. Vísir/Eyþór
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 6,7% árið 2015. Bráðabirgðatölur um áætlaða hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2016 verða birtar á miðvikudaginn í næstu viku.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ferðaþjónustureikningum sem nú eru birtir í heild sinni fyrir árin 2009 til 2015 og að hluta fyrir árið 2016. Hagstofan birtir upplýsingarnar í frétt á heimasíðu sinni.

Til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustunnar 5,6% árið 2014 og 4,9% árið 2013. Vaxtarhraði ferðaþjónustunnar hefur aldrei mælst meiri en árið 2015.

Neysla ferðamanna nam um 400 milljörðum króna árið 2015

Neysla í ferðaþjónustu á Íslandi nam hátt í 400 milljarða árið 2015. Borið saman á verðlagi hvors árs var neyslan 22% meiri en hún var árið 2014. Árið 2016 var neysla erlendra ferðamanna hérlendis 360 milljarðar króna og jókst um 36,7% frá fyrra ári borið saman á verðlagi hvors árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×