Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Alþingi lýkur störfum fyrir kosningar í kvöld með afgreiðslu frumvarpa um afnám uppreistar æru í lögum og breytingum á útlendingalögum sem tryggir að börn í hælisleit sem vísað hefur verið frá landinu geta verið hér áfam og fengið efnilega meðferð sinna mála.

Meirihluti Alþingis að þingmönnum Pírata og Samfylkingar frátöldum felldi hins vegar tillögu um að setja breytingar á stjórnarskránni á dagskrá þingsins í dag.

Við segjum frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2, sýnum nýustu stórvirkjun landsins og greinum frá heimasíðu þar sem fjöldi íslenskra kvenna og karla bjóða fylgdarþjónustu sem stundum er á mörkum fylgdar og vændis.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×