Innlent

Tekinn próflaus með hnúajárn og fíkniefni

Samúel Karl Ólason skrifar
Þá segir lögreglan að átta ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum.
Þá segir lögreglan að átta ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær mann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist hafa hnúajárn í fórum sínum og einnig poka af efni sem lögreglan telur vera amfetamín. Ofan á það hafði maðurinn aldrei fengið bílpróf. Annar maður var með honum í bílnum, en sá var með talsvert magn af kannabisefnum og tvær e-töflur í farangri sínum.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni höfðu tveir aðrir ökumenn verið handteknir vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra ók bíl sínum út af og hinn hafði verið sviptur ökuréttindum tvisvar.

Þá segir lögreglan að átta ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Einn mældist á 135 kílómetra hraða og fær hann 90 þúsund króna sekt og þrjá refsipunkta. Þar að auki voru skráningarnúmer tekin af átta bílum sem ekki var búið að láta skoða eða voru ótryggðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×