Fleiri fréttir

Lögreglan heimsækir atvinnurekendur

Átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi stendur nú yfir í umdæmum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum.

Við erum miður okkar að hafa misst brúna

"Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn.

Alvarlegt ástand fyrir austan

Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði.

Grjótkrabbi dreifir sér hratt meðfram ströndum landsins

Svo virðist sem útbreiðsla grjótkrabba sé með hraðara móti. Frá því hann fannst fyrst í Hvalfirði fyrir áratug hefur hann náð útbreiðslu til Eyjafjarðar. Hann á engan náttúrulegan óvin nema okkur mannfólkið.

Brýnt að ná góðum tengslum við breska ráðamenn

Utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni.

Ásökun um ofbeldi með fundartækni

Tillögu um lýðræðisumbætur í bæjarstjórn er hér vísað frá með fundartæknilegu ofbeldi, segir í bókun fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs.

Ársreikningaskil flokka á elleftu stundu

Viðreisn er eini flokkurinn á Alþingi sem skilað hefur ársreikningi fyrir árið 2016 til Ríkisendurskoðunar. Stjórnmálaflokkar hafa til 1. október næstkomandi til að skila inn ársreikningum sínum.

Enn óskipað í 15 skólanefndir

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, á eftir að skipa í skólanefndir fimmtán skóla af 27. En frá því að nýr ráðherra tók við í byrjun árs hefur verið skipað í tólf nefndir. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er ástæða þess að ekki hefur verið skipað í fleiri nefndir sú að tilnefningaferlið hefur dregist á langinn enda sé um umfangsmikið verk að ræða.

Eitt staðfest tilvik um smygl á fólki

Eitt staðfest tilvik hefur komið upp um smygl á fólki hér á landi í tengslum við umsókn um alþjóðlega vernd. Þar var fjórtán ára barn á ferð með sér ótengdum einstaklingi.

Urða frekar úrgang en að nýta hann í moltu

Óskað er eftir undanþágu frá starfsleyfi fyrir urðunarstað við Blöndu­ós. Aukinn sláturúrgangur orsakar að urða þarf meira en leyfilegt er á staðnum þetta árið. Framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði segir ódýrara að urða en búa til moltu.

RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna

Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun.

Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík

Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir.

Ísland eins og skilnaðarbarn í Brexit deilunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan ríkið ákveður hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu.

Tjaldbúinn fær hjólhýsi að láni

Kjartan Theódórsson, sem búið hefur í tjaldi undanfarna mánuði, hefur fengið hjólhýsi að láni hjá fyrirtækinu Víkurverk. Starfsmaður Víkurverks segir að þeir hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða.

Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn

Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Aldrei séð svona mikið úrhelli

Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi.

Framboðslistar liggja flestir fyrir í lok næstu viku

Síðasta þingfundi Alþingis fyrir kosningar lauk um klukkan eitt í nótt. Þingflokksformaður Vinstri grænna kvaddi þingið fyrir hönd alþingismanna sagði fráfarandi þing lengi verða í minnum haft og hældi forseta fyrir lagni, úthald og sveigjanleika.

Stefnt að opnun mathallar á Grandanum

Íslenski sjávarklasinn hefur auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum til þess að hefja rekstur í mathöll sem ráðgert er að opni á neðri hæð Húss sjávarklasans að Grandagarði 16. Framkvæmdir eru hafnar og stefnt er að opnun næsta sumar.

Staðarfell sett á sölu

Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu.

Þrír handteknir í Sundahöfn

Lögreglan áætlar að þeir hafi verið að reyna að koma sér um borð í skip á leið til Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir