Fleiri fréttir

Berst við kerfil með óblandaðri edikssýru

"Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils.

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti í Ráðhúsinu

Hrókurinn fagnar 20 ára afmæli með hátíð í litlu þorpi á Grænlandi og með skákhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem forsætisráðherra leikur fyrsta leik. Hrókurinn hefur ýtt undir landnám skáklistarinnar á Grænlandi og vakið

Fjögur ár fyrir brot gegn dætrum sínum

Karlmaður var fyrir mánuði dæmdur í annað sinn fyrir brot gegn barni sínu. Alls hefur hann hlotið dóm fyrir brot gegn þremur dætrum sínum. Fyrri dómurinn hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar.

Allt gert til að koma til móts við nágranna

Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að það hafi borist í tal að hátíðin verði færð innanhúss, en sjálf vill hún að hátíðin verði haldin í Vatnsmýrinni að ári.

Bolsonaro á batavegi

Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro er á batavegi eftir að hann var stunginn á framboðsfundi á fimmtudag.

Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu

Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu.

Eins og leikhús fáránleikans

Fjölmiðlafárið í kringum efnahagshrunið 2008 var dálítið eins og leikhús fáránleikans að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu

Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum.

Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu

Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels.

Skiptar skoðanir Vesturbæinga á Októberfest: Stúdentaráð segist gera allt sem það getur til þess að takmarka hávaða

Nokkurrar óánægju hefur gætt í Facebook-hópnum Vesturbærinn, sem er hópur ætlaður íbúum Vesturbæjarins og vettvangur fyrir ýmiskonar umræðu um hann, vegna tónlistarhátíðarinnar Októberfest, sem haldin er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þykir sumum íbúum í grennd við Vatnsmýrina, hvar hátíðin er haldin, hávaðinn frá viðburðinum of mikill, auk þess sem hann standi yfir of lengi inn í nóttina.

Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn

Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum rýnum við í skýrslu embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna en í skýrslunni kemur fram að sjálfsskaði og sjálfsvígshugsanir stúlkna hafi aukist frá aldamótum en um þriðjungur stúlkna og tæplega fjórðungur drengja á framhaldsskólaaldri hafa hugleitt það að alvöru að taka eigið líf. Lítill stuðningur frá foreldrum og vinum getur aukið líkurnar á hættunni á sjálfsvígshugsunum. Í fréttatímanum verður rætt við móður en sonur hennar svipti sig lífi sextán ára gamall.

Gangnamaður féll af hestbaki

Það var á þriðja tímanum sem björgunarsveitin á Þórshöfn var kölluð út vegna gangnamanns sem hafði dottið af hestbaki á Hvammsheiði.

Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins

Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið.

Sjá næstu 50 fréttir