Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 munum við fá nýjustu fregnir frá Svíþjóð þar sem gengið var til þingkosninga í dag. Búist er við fyrstu tölum um klukkan hálf átta að íslenskum tíma en niðurstöðum er beðið með mikilli eftirvæntingu, til dæmis á kosningavöku hjá Sendiráði Svíþjóðar á Íslandi þaðan sem við verðum í beinni útsendingu.

Við segjum einnig frá því að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi hafa áhyggjur af því, að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni, þá eyði hver og einn þeirra minna en áður. Háu verðlagi er kennt um að ferðamenn haldi sig á suðvesturhorni landsins.

Þá segjum við að tækniframfarir næstu tuttugu til þrjátíu ára verði það mikil að um áttatíu prósent starfa muni taka breytingum eða leggjast af.

Og við kíkjum við á kartöflubændur í Þykkvabæ sem hafa sagt skilið við plastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×