Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 munum við fá nýjustu fregnir frá Svíþjóð þar sem gengið var til þingkosninga í dag. Búist er við fyrstu tölum um klukkan hálf átta að íslenskum tíma en niðurstöðum er beðið með mikilli eftirvæntingu, til dæmis á kosningavöku hjá Sendiráði Svíþjóðar á Íslandi þaðan sem við verðum í beinni útsendingu.

Við segjum einnig frá því að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi hafa áhyggjur af því, að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni, þá eyði hver og einn þeirra minna en áður. Háu verðlagi er kennt um að ferðamenn haldi sig á suðvesturhorni landsins.

Þá segjum við að tækniframfarir næstu tuttugu til þrjátíu ára verði það mikil að um áttatíu prósent starfa muni taka breytingum eða leggjast af.

Og við kíkjum við á kartöflubændur í Þykkvabæ sem hafa sagt skilið við plastið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.