Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði.
Tengdar fréttir
Mestu gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í einum mánuði frá upphafi mælinga
Íslensku lífeyrissjóðirnir keyptu erlendan gjaldeyri fyrir um 17 milljarða króna í maí á þessu ári en það eru stórtækustu gjaldeyriskaup þeirra í einum mánuði frá því að Seðlabankinn hóf að safna gögnum um gjaldeyrisviðskipti sjóðanna árið 2017.