Erlent

Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku

Samúel Karl Ólason skrifar
Óttast er að jólafrí í Suður-Afríku muni leiða til frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.
Óttast er að jólafrí í Suður-Afríku muni leiða til frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Nardus Engelbrecht

Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi.

Síðasta fimmtudag greindust nærri því 27 þúsund manns smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku en í gær hafði talan lækkan í 15.424.

Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar eru tölur yfir fjölda nýsmitaðra mjög svo ónákvæmur mælikvarði á umfang faraldurs en lækkunin þykir þó vera vísbending um að ómíkron-afbrigðið sé að gefa hratt eftir.

Sérfræðingar heimsins fylgjast grannt með ástandinu í Suður-Afríku svo læra megi einhverjar lexíur af faraldrinum þar.

Sjá einnig: Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag

Sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Háskólanum í Witwatersrand sagði í samtali við AP að útlit sé fyrir að hátindi ómíkron-bylgjunnar hafi verið náð. Bylgjan hefði verið stutt og góðu fréttirnar væru þær að hún hefði ekki reynst mjög alvarleg varðandi innlagnir og dauðsföll

„Það er ekki óalgengt í faraldursfræði að eftir skarpa uppsveiflu, eins og við sáum í nóvember, sé niðursveiflan einnig hröð,“ sagði Marta Nunes.

Sjá einnig: Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum

Það eru þó enn merki um að ómíkron-afbrigðið sé í mikilli dreifingu í Suður-Afríku. Tíðni jákvæðra prófa hefur verið um 29 prósent, eftir að hafa verið einungis tvö prósent í byrjun nóvember. Þá séu jólafrí byrjuð og fólk ferðist mikið um landið. Það er talið er geta valdið mikilli útbreiðslu í Suður-Afríku.

Því segja aðrir sérfræðingar sem AP ræddi við að of snemmt sé að segja til um að tindinum hafi verið náð og leiðin liggi bara niður á við.


Tengdar fréttir

267 greindust innan­lands

267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent.

Þing­menn vilji vita meira um á­stæður að­gerða hverju sinni

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×