Innlent

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í borginni liðinn

Heimir Már Pétursson skrifar
Þessi níu hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar hinn 25. september.
Þessi níu hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar hinn 25. september. Grafík/Ragnar

Hörð barátta verður um efstu fjögur sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana annan til þriðja júní. Framboðsfrestur rann út síðdegis í dag en endanlegur framboðslisti verður ekki kunngerður fyrr en á sunnudag.

Ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson sækjast bæði eftir forystusætinu.

Þingmennirnir Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson vilja skipa annað sætið, og Birgir Ármannsson annað eða þriðja sætið.

Auk þingmanna vill Diljá Mist Einarsdóttir skipa þriðja sætið en auk hennar sækjast Hildur Sverrisdóttir og Kjartan Magnússon eftir þriðja til fjórða sæti. Friðjón R. Friðjónsson sækist síðan eftir fjórða sætinu.

Í prófkjörinu verður kosið sameiginlega í Reykjavíkurkjördæmunum og sá sem hlýtur fyrsta sætið fær að ráða hvort hann vilji leiða flokkinn í Reykjavík norður eða suður. Sá sem fær ekki fyrsta sætið en fá atkvæði í annað sæti gæti rúllað niður listann.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum, þrjá í norður og tvo í suður. Endanlegur listi frambjóðenda verður væntanlega ekki kunngerður fyrr en á sunnudag.


Tengdar fréttir

Frið­jón í framboð

Friðjón Friðjónsson, eigandi KOM, hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 4, og 5. júní næstkomandi.

Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár.

Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×