Sendiherra ESB skipað að yfirgefa Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 16:53 Isabel Brilhante Pedrosa, sendiherra ESB, fer hér af fundi með Jorge Arreaza, utanríkirsáðherra Venesúela, eftir að hann tilkynnti henni að hún þyrfti að yfirgefa landið innan þriggja daga. AP/Ariana Cubillos Ríkisstjórn Venesúela hefur skipað sendiherra Evrópusambandsins þar að yfirgefa landið. Það var gert í kjölfar þess að ESB beitti nítján embættismenn í Venesúela viðskiptaþvingunum. Sendiherrann, Isabel Brilhante Pedrosa, hefur þrjá sólarhringa til að yfirgefa Venesúela. Þjóðþing Venesúela, sem er undir stjórn flokks Nicolas Madúró, forseta, samþykkti í gær þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin vísaði Pedrosa úr landi og að viðvera ESB í Venesúela yfir höfuð verði endurskoðuð. Utanríkisráðherrar ESB sökuðu í gær embættismennina nítján um mannréttindabrot í Venesúela og um að grafa undan lýðræðinu þar. Í heildina hafa 55 embættismenn í Venesúela verið beittir viðskiptaþvingunum af ESB. Það felur í sér að eigur þeirra innan landamæra sambandsins eru frystar og þeim er meinað að ferðast þangað. Aðgerðirnar snúa að kosningum til þjóðþingsins sem haldnar voru í Venesúela í desember. Þær hafa verið harðlega gagnrýndar og neitaði stjórnarandstaða landsins að taka þátt í þeim. Utanríkisráðherrar ESB hafa sagt þær ómarkverðar, samkvæmt frétt Politico. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Sjá einnig: Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Nýju þvinganirnar eru til viðbótar við þær sem beitt var gegn Venesúela árið 2017. Þá bannaði ESB meðal annars sölu vopna til Venesúela. Í kjölfar þess lýsti Madúró því yfir að Pedrosa ætti að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa. Það gerði hún ekki og þrátt fyrir það greip ríkisstjórn Madúrós ekki til frekari aðgerða. Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakaði ríkisstjórn Madúrós um glæpi gegn mannkyninu í fyrra. Voru öryggissveitir landsins sagðar hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi um áraraðir. Venesúela var áður meðal auðugustu ríkja Suður-Ameríku en hefur á undanförnum árum átt í gífurlegum efnahagserfiðleikum. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. Milljónir hafa flúið frá Venesúela á undanförnum árum. Venesúela Evrópusambandið Tengdar fréttir Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00 Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24 Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Sendiherrann, Isabel Brilhante Pedrosa, hefur þrjá sólarhringa til að yfirgefa Venesúela. Þjóðþing Venesúela, sem er undir stjórn flokks Nicolas Madúró, forseta, samþykkti í gær þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin vísaði Pedrosa úr landi og að viðvera ESB í Venesúela yfir höfuð verði endurskoðuð. Utanríkisráðherrar ESB sökuðu í gær embættismennina nítján um mannréttindabrot í Venesúela og um að grafa undan lýðræðinu þar. Í heildina hafa 55 embættismenn í Venesúela verið beittir viðskiptaþvingunum af ESB. Það felur í sér að eigur þeirra innan landamæra sambandsins eru frystar og þeim er meinað að ferðast þangað. Aðgerðirnar snúa að kosningum til þjóðþingsins sem haldnar voru í Venesúela í desember. Þær hafa verið harðlega gagnrýndar og neitaði stjórnarandstaða landsins að taka þátt í þeim. Utanríkisráðherrar ESB hafa sagt þær ómarkverðar, samkvæmt frétt Politico. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Sjá einnig: Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Nýju þvinganirnar eru til viðbótar við þær sem beitt var gegn Venesúela árið 2017. Þá bannaði ESB meðal annars sölu vopna til Venesúela. Í kjölfar þess lýsti Madúró því yfir að Pedrosa ætti að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa. Það gerði hún ekki og þrátt fyrir það greip ríkisstjórn Madúrós ekki til frekari aðgerða. Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakaði ríkisstjórn Madúrós um glæpi gegn mannkyninu í fyrra. Voru öryggissveitir landsins sagðar hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi um áraraðir. Venesúela var áður meðal auðugustu ríkja Suður-Ameríku en hefur á undanförnum árum átt í gífurlegum efnahagserfiðleikum. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. Milljónir hafa flúið frá Venesúela á undanförnum árum.
Venesúela Evrópusambandið Tengdar fréttir Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00 Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24 Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43
Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03
Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00
Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24
Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30