Erlent

Minnst sjö fórust þegar sjö hæða bygging hrundi í Kambódíu

Eiður Þór Árnason skrifar
Leit stendur enn yfir.
Leit stendur enn yfir. AP
Hið minnsta 21 manns hafa særst og sjö hafa látist í strandborginni Sihanoukville í Kambódíu eftir að ókláruð sjö hæða bygging hrundi óvænt. Enn fleiri er saknað og eru björgunaraðgerðir enn í fullum gangi. Fréttastofa BBC greinir frá þessu.

Er talið að um 50 verkamenn starfi að öllu jöfnu á byggingasvæðinu á þeim tíma dags sem slysið átti sér stað.

Um er að ræða eitt versta byggingaslys sem átt hefur sér stað þar í landi í fleiri ár. Vinnulöggjöf í landinu hefur lengi verið brotakennd og starfa byggingarverkamenn þar reglulega við mjög hættulegar aðstæður.

Byggingin var í eigu kínversks fyrirtækis. Fjórir hafa verið handteknir vegna slyssins, þar á meðal eigandi byggingarinnar og yfirmenn þeirra fyrirtækja sem reistu hana.

Sihanoukville umbreyttist á skömmum tíma úr litlu fiskiþorpi þegar ferðamannasprengja leiddi af sér mikla uppbyggingu spilavíta fyrir kínverska ferðamenn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×