71 prósent Selfossliðsins var ekki fætt þegar að liðið fór síðast í úrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 11:30 Haukur Þrastarson var -9 ára þegar að Selfoss fór síðast í úrslit. mynd/selfoss Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002 Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15
Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn