Fótbolti

Ísland fyrir ofan England á styrkleikalista The Guardian

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna eftir sigurinn á Kósovó sem tryggði þeim sæti á HM í fyrsta sinn.
Íslensku strákarnir fagna eftir sigurinn á Kósovó sem tryggði þeim sæti á HM í fyrsta sinn. vísir/anton
Ísland er í 12. sæti á styrkleikalista The Guardian yfir liðin 32 sem taka þátt á HM í Rússlandi næsta sumar.

Íslenska liðið er fyrir ofan lið á borð við Króatíu, England og Kólumbíu. Ísland er einnig fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar, Danmörku og Svíþjóð.

Ísland gerði engar rósir í vináttulandsleikjunum tveimur í Katar, gegn Tékkum og heimamönnum, á dögunum en blaðamaður Guardian, Ed Aarons, segir að það eigi ekki að lesa of mikið í þau úrslit þar sem Heimir Hallgrímsson hafi ekki stillt upp sínu sterkasta liði.

Aarons segir að íslenska liðið búi að reynslunni frá því á EM í fyrra og eigi mikla möguleika á að komast upp úr sínum riðli á HM, sama hverjum liðið lendir gegn.

Heimsmeistarar Þýskalands eru efstir á styrkleikalista Guardian enda hafa þeir ekki tapað leikið í rúmt ár og unnu alla 10 leiki sína í undankeppni HM.

Brasilía er í 2. sæti og Brasilía í því þriðja. Frakkland er í 4. sæti, Belgía í því fimmta og Evrópumeistarar Portúgals í 6. sætinu.

Nígería er efsta Afríkuþjóðin í 7. sæti, tveimur sætum á undan Lionel Messi og félögum í Argentínu. Pólland er í 8. sætinu.

Að mati Guardian eru Ástralía, Sádí-Arabía og Panama lélegustu liðin sem eru komin á HM.

Styrkleikalistann í heild sinni má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann

Það fá margir leikmenn að spila er Ísland spilar vináttulandsleik gegn Katar í dag. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson íhugar að nota tvær leikaðferðir í leiknum. Eina í fyrri hálfleik og aðra í þeim síðari.

Listamennirnir í fótboltalandsliðinu okkar | Myndir

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta taka þátt í að skapa nýtt íslensk fótboltafrímerki sem verður gefið út í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Heimir: Smá heppni í óheppninni

Íslenska karlalandsliðið spilar æfingaleik gegn Tékkum í Katar í dag. Landsliðsþjálfarinn vill fá jákvæða frammistöðu frá liðinu en baráttan um sæti í HM-hópnum hefst formlega í þessum leik.

Birkir Bjarna velti torfærubíl á mettíma í eyðimörkinni | Myndband

Landsliðsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótboltu gerðu sér glaðan dag í eyðimörkinni í Katar í gær þar sem liðið er í æfingarferð. Enginn virtist skemmta sér betur en Birkir Bjarnason sem velti litlum torfærubíl eftir einungis nokkrar sekúndur undir stýri við mikla kátínu nærstaddra.

Arnór Ingvi hugsar sér til hreyfings

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir í samtali við Fótbolti.net að staða sín hjá AEK í Grikklandi sé ekki góð og því þurfi hann að hugsa sér til hreyfings í janúar þegar að félagsskiptaglugginn opnar á ný.

Vandræðalegt víkingaklapp í Katar

Al Jazeera tók viðtal við þá Kára Árnason, Ara Frey Skúlason og Theodór Elmar Bjarnason eftir æfingu landsliðsins í Katar. Talið barst að sjálfsögðu að víkingaklappinu víðfræga og sýndi fréttamaður Al Jazeera strákunum misheppnaða tilraun fréttastofunnar til að leika það eftir.

Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki

Sigur Dana á Írum í kvöld varð þess valdandi að Ísland á ekki lengur möguleika á því að vera í öðrum styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi.

Perúmenn síðastir til að tryggja sér sæti á HM

Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Perúmenn unnu þá 2-0 sigur á Ný-Sjálendingum á heimavelli í seinni leik liðanna í umspili.

Kjartan Henry tékkaði sig inn

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×