Viðskipti innlent

Guð­ný og Sigurður Helgi til SI

Atli Ísleifsson skrifar
Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson.
Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson. SI

Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði.

Í tilkynningu segir að Guðný sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. 

„Hún starfaði áður sem lögfræðingur Félags atvinnurekenda frá árinu 2018. Guðný starfaði einnig um árabil sem lögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu og Lögmönnum Höfðabakka.

Sigurður Helgi er með MA gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands. Hann starfaði áður hjá Landssambandi ungmennafélaga frá árinu 2019 sem lögfræðingur, starfandi framkvæmdastjóri og verkefnastjóri. Sigurður Helgi starfaði einnig sem sérfræðingur hjá Elju – þjónustumiðstöð atvinnulífsins.“

Haft er eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI að það sé mikill fengur fyrir SI og félagsmenn samtakanna að fá þau Guðnýju og Sigurð Helga til liðs við samtökin. 

„Samtökin hafa stækkað umtalsvert á síðustu árum en sem dæmi gengu Samtök fyrirtækja í landbúnaði inn í SI um áramótin og mun Sigurður Helgi vinna með þeim. Guðný mun sinna fjölbreyttu starfi fyrir framleiðsluiðnað, þar á meðal orkusækinn iðnað. Það eru miklar áskoranir framundan í iðnaði en einnig stór tækifæri til framtíðar. Ráðning þeirra beggja eflir okkur enn frekar í hagsmunagæslu og þjónustu við félagsmenn,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×