Erlent

Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Macron lagi áherslu á að ríkið muni styðja franska múslíma og samtök þeirra í þessari baráttu og sagði jafnframt að án þeirra hugmyndafræði og trúarþekkingu væri erfitt að ná tökum á ástandinu.
Macron lagi áherslu á að ríkið muni styðja franska múslíma og samtök þeirra í þessari baráttu og sagði jafnframt að án þeirra hugmyndafræði og trúarþekkingu væri erfitt að ná tökum á ástandinu. Vísir/Getty
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur hvatt franska múslíma að taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum og ISIS. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi sem Samtök franskra múslíma skipulögðu í lok Ramadan. Þetta er í  fyrsta sinn í sögu Frakklands sem forseti landsins mætir á fund sem þennan. Þetta kemur meðal annars fram í frétt Le Figaro.

Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 

„Islams trú hefur í kjölfarið fengið það orð á sig að vera trú öfgamanna og ótta,“ sagði Macron meðal annars og bætti við að starf samtakanna væri mikilvægur þáttur í að sameina þjóðina og berjast gegn hatri. Jafnframt sagði hann að rödd þeirra væri ekki eina rödd múslíma, vissulega væru margar raddir sem létu í sér heyrast og þær raddir væru einnig mikilvægar í að leysa þessar deilur.

Macron lagi áherslu á að ríkið muni styðja franska múslíma og samtök þeirra í þessari baráttu og sagði jafnframt að án þeirra hugmyndafræði og trúarþekkingu væri erfitt að ná tökum á ástandinu.

Að lokum sagði Macron að enginn mætti halda að trú þeirra ætti ekki heima í Frakklandi.

„Enginn í Frakklandi á að trúa því að ykkar trú samræmist ekki frönskum gildum. Enginn á að hafna ykkar trú og enginn getur krafist þess í nafni trúarbragða að fara á svig við lög Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni.


Tengdar fréttir

Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn

"Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið.

Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche

Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna.

Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×