Erlent

Sarah Palin stefnir New York Times vegna ærumeiðinga

Kjartan Kjartansson skrifar
Sarah Palin var varaforsetaefni Johns McCain í forsetakosningunum 2008 þegar Barack Obama náði fyrst kjöri.
Sarah Palin var varaforsetaefni Johns McCain í forsetakosningunum 2008 þegar Barack Obama náði fyrst kjöri. Vísir/AFP
Fyrrverandi varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, Sarah Palin, hefur stefnt dagblaðinu New York Times fyrir ærumeiðinga sem telur sig hafa orðið fyrir í leiðara. Í honum var Palin sökuðum um að hafa æst til skotárásar á þingmann demókrata árið 2011.

Leiðarahöfundur New York times rifjaði þá árás upp þegar annar byssumaður skaut á þingmenn repúblikana á hafnaboltavelli í Virigníu fyrr í þessum mánuði. Repúblikanar sökuðu þá demókrata og fólk af vinstri vængnum um að hafa stuðlað að árásinni með hatrammri orðræðu gegn sér.

Sex manns létust þegar byssumaður skaut Gabrielle Giffords, þáverandi þingkonu demókrata, á pólitískum viðburði í Arizona fyrir sex árum. Þá sökuðu demókratar íhaldsmenn um að hafa lagt jarðveginn fyrir árásina með ofsafenginni orðræðu.

Báðust afsökunar á leiðaranum

Í leiðaranum var pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Palin bendluð við árásina á Giffords. Aldrei var hins vegar sýnt fram á þau tengsl og birti New York Times leiðréttingu og baðst afsökunar á Twitter í kjölfarið, að því er kemur fram í frétt Huffington Post.

Palin er hins vegar ekki tilbúin að fyrirgefa og sakar blaðið um að hafa birt vísvitandi rangar fullyrðingar um að hún hafi hvatt til skotárásar á pólitískum viðburði. Lýsir hún framferði blaðsins sem „ógeðslegu“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×