Erlent

Bandarískur þingmaður skotinn í höfuðið

Gabrielle Giffords
Gabrielle Giffords
Gabrielle Giffords þingmaður í Bandaríkjunum var skotinn fyrr í kvöld í bænum Tucson í Arizona. Fjölmiðlar vestra segja að hún hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Talsmaður hennar segir hinsvegar að hún sé ekki látin og sé í aðgerð.

Fjölmiðlar segja að minnsta kosti tólf séu særðir en byssumaðurinn skaut nokkrum skotum.

Vitni segja að byssumaðurinn hafi staðið afar nálægt henni þegar hann skaut hana í höfuðið. Fjöldafundur tileinkaður Giffords var við matvörubúð í bænum þegar árásarmaðurinn hóf skothríðina.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því stuttu eftir árásina að Giffords hefði látist. Þeir hafa nú dregið þær fréttir til baka eftir að talsmaður hennar tjáði fjölmiðlum að hún væri í aðgerð.

Gabrielle Giffords var demókrati og átti sæti í fulltrúardeild Bandaríkjaþings. Auk þess átti hún sæti í mörgum þingnefndum, meðal annars hermála- og utanríkismálanefnd.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×