Innlent

Árásin í Grundarfirði: Mennirnir dæmdir í fjögurra ára fangelsi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
vísir/vilhelm
Reynir Þór Jónsson og Carsten Staffelde voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í Grundarfirði í júlí. Þeim er gert að greiða eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað.

Þeim var gefið að sök að hafa ráðist á íslenskan karlmann á þrítugsaldri 17.júlí síðastliðinn. Báðir neituðu þeir sök í málinu, en myndbandsupptaka staðfestir hluta árásarinnar.

Meira hér: „Hann ögraði okkur allan tímann“

Reynir og Carsten voru skipverjar á togaranum Baldvin NC100 sem lagst hafði að höfn í Grundarfirði umrætt kvöld. Skipverjarnir flestir höfðu ákveðið að setjast að sumbli á veitingastaðnum Rúben, áður en haldið var aftur til vinnu.

Einn skipverjanna þekkti til fórnarlambsins, heimamanns, sem einnig var á fyrrnefndum veitingastað. Til einhverra orðaskipta kom og í kjölfarið upphófust slagsmál. Slagsmálin stóðu yfir í skamman tíma, einungis nokkrar mínútur, en í nógu langan tíma til að maðurinn missti meðvitund og hlaut meðal annars alvarlegan heilaskaða. Hann missti minnið og telja læknar litlar líkur á að hann öðlist það aftur, né að hann nái sér nokkurn tímann að fullu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×