Innlent

Gæslu­varð­hald beggja fram­lengt

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn fannst látinn í þessu sumarhúsi.
Maðurinn fannst látinn í þessu sumarhúsi. Vísir/Vilhelm

Tveir litáískir karlmenn, sem sætt hafa gæsluvarðhaldi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabergi frá 20. apríl, munu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 10. maí. Þeir verða báðir í einangrun.

Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að Héraðsdómur Suðurlands hafi kveðið upp úrskurð þess efnis laust fyrir klukkan 14.

„Rannsókn málsins miðar ágætlega og sem fyrr verða tilkynningar frá lögreglu vegna málsins settar út hér á vefinn þegar tilefni er til.“

Auk mannanna tveggja voru tveir aðrir upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeim var sleppt tveimur dögum síðar. Þeir eru einnig frá Litáen, sem og hinn látni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×