Innlent

Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone

Stefán Árni Pálsson skrifar
Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone undirbýr málsókn.
Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone undirbýr málsókn. visir/pjetur
Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu. Þar kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins.

Þann 14. febrúar 2014 var stofnað, á grundvelli 19. greinar laga um meðferð einkamála, málsóknarfélag til að sækja sameiginlega skaðabætur á hendur Vodafone vegna lekans.

Félagið mun krefjast þess að fá bætt tjón félagsmanna vegna leka af vef Vodafone. Dómsmálið skal félagið reka í eigin nafni fyrir hönd félagsmanna og í umboði þeirra.

Hæstaréttalögmaðurinn Skúli Sveinsson og lögmannstofan Lögvernd ehf. mun annast fyrirhugaðan málarekstur.

Tölvuárás var gerð á vefsíðu Vodafone þann 30. nóvember á síðasta ári þar sem tyrkneskur hakkari, sem kallar sig Maxney, tókst að hakka sig inn í kerfi Vodafone og ná meðal annars í sms-skilaboð viðskiptavina.

Hakkarinn náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu.

Hér að neðan má sjá auglýsinguna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.


Tengdar fréttir

Vodafonelekinn: Hefur djúpstæð áhrif á sálarheill fólks

"Þetta mun mögulega kom til með að hafa djúpstæðar afleiðingar á líf og líðan nokkurra einstaklinga," segir sálfræðingur um árásina á Vodafone. Þúsundir persónulegra skilaboða eru nú í dreifingu á meðal manna og getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálarheill fólks.

Fáir hafa flutt sig frá Vodafone

Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins.

Þúsundir lykilorða komin á netið

30 þúsund kennitölur, ásamt símanúmeri og netföngum, eru meðal þeirra upplýsinga sem láku á netið í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ráðuneytið vinna í málinu með viðeigandi undirstofnunum.

Lögbrot hjá Vodafone

Lögfræðingar segja að gögn sem geymd eru allt að fjögur ár aftur í tímann brjóti líklegast gegn lögum.

Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga

Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina.

Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði.

Gengi Vodafone stóð í stað

Áhrif innbrotsins á vef Vodafone og gagnalekans, voru ekki mikil á hlutabréfaverð félagsins í Kauphöllinni í dag.

Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár

Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum.

Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti

Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×