Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2016 20:00 Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26