Framkvæmdastjóri Mílu fékk að kaupa en starfsmenn ekki Ingvar Haraldsson skrifar 16. október 2015 07:00 Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Páll Harðarson fögnuðu komu Símans á hlutabréfamarkað í gærmorgun. Orri hringdi inn opnun markaða klukkan hálf tíu. vísir/gva Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu, dótturfélags Símans, keypti hlut í Símanum fyrir tæplega tíu milljónir króna í ágúst á genginu 2,5 krónur á hlut. Um þriðjungi lægra verði en raunin varð í almennu hlutafjárútboði sem lauk í síðustu viku. Aðrir starfsmenn Mílu fá hins vegar ekki að kaupa í Símanum. Þeir eru einu starfsmenn innan Símasamstæðunnar sem fá ekki kauprétti fyrir allt að 600 þúsund krónur á ári á verðinu 2,5 krónur á hlut. Þeir geta hins vegar keypt hlut í Símanum á hlutabréfamarkaði en gengi Símans stóð í 3,49 krónum á hlut við lok dags í gær, 40 prósent hærra gengi en framkvæmdastjórinn keypti á.Jón R. Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílu.Ástæða þess að starfsmenn Mílu eru útilokaðir frá kaupréttum er sátt Símans við Samkeppniseftirlitið sem felur meðal annars í sér kvaðir um aðskilnað Mílu frá Símanum. Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja, sem hefur eftirlit með að sáttinni sé fylgt, sendi stjórn Mílu fyrirspurn um hvort stjórnin teldi kaup Jóns samræmast sáttinni. Stjórnin svaraði nefndinni og segir Jón það hafa verið mat stjórnarinnar að kaup hans á hlut í Símanum brytu ekki gegn sáttinni. Gísli Heimisson, formaður eftirlitsnefndarinnar, vildi ekki tjá sig um starfsemi nefndarinnar þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Jón segir að Orri Hauksson, forstjóri Símans, hafi sagt að sér persónulega stæði til boða að kaupa hlut í Símanum í sumar sem hann hafi þegið. „Það er svo sem ekkert sem bannar mér að kaupa hlutabréf í fjarskiptafyrirtækjum. Það var fenginn óháður lögmaður til að meta það hvort þetta væri í lagi og það var mat allra að það ætti ekki að stangast á við neitt í þessari sátt,“ segir hann. Jón segir kauprétti starfsmanna Símans og kaup hans og fleiri stjórnenda Símans á hlut í fyrirtækinu vera tvo óskylda atburði. „Við vissum ekkert hér um þetta valréttarkerfi þegar hitt var ákveðið,“ segir Jón og vísar þar til kaupa sinna á hlut í Símanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að talsverð óánægja sé meðal starfsmanna Mílu með þessa tilhögun. Haldinn var starfsmannafundur vegna málsins fyrir skömmu þar sem fram kom að til stæði að bæta starfsmönnunum þetta upp. Jón segir að ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti það verði gert. Jón bendir á að söluhömlur séu á hlutunum, í hans tilfelli til 1. mars 2016, og því hafi enginn hagnast á kaupunum í Símanum enn sem komið er. Verðið sem fékkst í almennu útboði hafi einnig verið mun hærra en búist hafi verið við. „Það reiknaði enginn með því að verðið yrði svona, allavega ekki af þeim sem ég hef heyrt í,“ segir Jón.Mistök í skráningarlýsingu Í skráningarlýsingu Símans kemur fram að Jón Ríkharð eigi rétt á að kaupa hlutabréf í Símanum fyrir samtals 1.800 þúsund krónur. Í svari Símans til Fréttablaðsins varðandi þetta kemur hins vegar fram að þetta hafi verið mistök. „Í sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið er ákvæði sem kveður á um að séu laun og önnur starfskjör starfsmanna Mílu tengd við afkomu skuli tengingin aðeins miðast við afkomu og árangur Mílu. Frá þessu ákvæði var ekki vikið þegar valréttaráætlunin var sett. Hvorki framkvæmdastjóri né starfsmenn Mílu hafa því kauprétti að hlutabréfum í Símanum. Í skráningarlýsingunni er hins vegar ranglega tilgreint í töflu að framkvæmdastjóri Mílu hafi slíkan rétt og biðjumst við velvirðingar á því,“ segir í svarinu. Tengdar fréttir Kaupréttur starfsmanna Símans samþykktur Á hluthafafundi Símans í dag mótmælti enginn tillögu um kauprétt starfsmanna. 8. september 2015 15:33 Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Bankastjóri Arion banka segir gagnrýnina skiljanlega Rúmlega sex hundruð tuttugu og tveggja milljóna króna velta var með hlutabréf Símans á fyrsta degi félagsins á markaði. Forstjórar bæði Símans og Arion banka segjast sáttir við hvernig staðið var að málum. 15. október 2015 18:45 Segir sölu Arion banka á hlutum í Símanum dæmi um „spilavítiskapítalisma“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. 13. október 2015 13:47 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu, dótturfélags Símans, keypti hlut í Símanum fyrir tæplega tíu milljónir króna í ágúst á genginu 2,5 krónur á hlut. Um þriðjungi lægra verði en raunin varð í almennu hlutafjárútboði sem lauk í síðustu viku. Aðrir starfsmenn Mílu fá hins vegar ekki að kaupa í Símanum. Þeir eru einu starfsmenn innan Símasamstæðunnar sem fá ekki kauprétti fyrir allt að 600 þúsund krónur á ári á verðinu 2,5 krónur á hlut. Þeir geta hins vegar keypt hlut í Símanum á hlutabréfamarkaði en gengi Símans stóð í 3,49 krónum á hlut við lok dags í gær, 40 prósent hærra gengi en framkvæmdastjórinn keypti á.Jón R. Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílu.Ástæða þess að starfsmenn Mílu eru útilokaðir frá kaupréttum er sátt Símans við Samkeppniseftirlitið sem felur meðal annars í sér kvaðir um aðskilnað Mílu frá Símanum. Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja, sem hefur eftirlit með að sáttinni sé fylgt, sendi stjórn Mílu fyrirspurn um hvort stjórnin teldi kaup Jóns samræmast sáttinni. Stjórnin svaraði nefndinni og segir Jón það hafa verið mat stjórnarinnar að kaup hans á hlut í Símanum brytu ekki gegn sáttinni. Gísli Heimisson, formaður eftirlitsnefndarinnar, vildi ekki tjá sig um starfsemi nefndarinnar þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Jón segir að Orri Hauksson, forstjóri Símans, hafi sagt að sér persónulega stæði til boða að kaupa hlut í Símanum í sumar sem hann hafi þegið. „Það er svo sem ekkert sem bannar mér að kaupa hlutabréf í fjarskiptafyrirtækjum. Það var fenginn óháður lögmaður til að meta það hvort þetta væri í lagi og það var mat allra að það ætti ekki að stangast á við neitt í þessari sátt,“ segir hann. Jón segir kauprétti starfsmanna Símans og kaup hans og fleiri stjórnenda Símans á hlut í fyrirtækinu vera tvo óskylda atburði. „Við vissum ekkert hér um þetta valréttarkerfi þegar hitt var ákveðið,“ segir Jón og vísar þar til kaupa sinna á hlut í Símanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að talsverð óánægja sé meðal starfsmanna Mílu með þessa tilhögun. Haldinn var starfsmannafundur vegna málsins fyrir skömmu þar sem fram kom að til stæði að bæta starfsmönnunum þetta upp. Jón segir að ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti það verði gert. Jón bendir á að söluhömlur séu á hlutunum, í hans tilfelli til 1. mars 2016, og því hafi enginn hagnast á kaupunum í Símanum enn sem komið er. Verðið sem fékkst í almennu útboði hafi einnig verið mun hærra en búist hafi verið við. „Það reiknaði enginn með því að verðið yrði svona, allavega ekki af þeim sem ég hef heyrt í,“ segir Jón.Mistök í skráningarlýsingu Í skráningarlýsingu Símans kemur fram að Jón Ríkharð eigi rétt á að kaupa hlutabréf í Símanum fyrir samtals 1.800 þúsund krónur. Í svari Símans til Fréttablaðsins varðandi þetta kemur hins vegar fram að þetta hafi verið mistök. „Í sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið er ákvæði sem kveður á um að séu laun og önnur starfskjör starfsmanna Mílu tengd við afkomu skuli tengingin aðeins miðast við afkomu og árangur Mílu. Frá þessu ákvæði var ekki vikið þegar valréttaráætlunin var sett. Hvorki framkvæmdastjóri né starfsmenn Mílu hafa því kauprétti að hlutabréfum í Símanum. Í skráningarlýsingunni er hins vegar ranglega tilgreint í töflu að framkvæmdastjóri Mílu hafi slíkan rétt og biðjumst við velvirðingar á því,“ segir í svarinu.
Tengdar fréttir Kaupréttur starfsmanna Símans samþykktur Á hluthafafundi Símans í dag mótmælti enginn tillögu um kauprétt starfsmanna. 8. september 2015 15:33 Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Bankastjóri Arion banka segir gagnrýnina skiljanlega Rúmlega sex hundruð tuttugu og tveggja milljóna króna velta var með hlutabréf Símans á fyrsta degi félagsins á markaði. Forstjórar bæði Símans og Arion banka segjast sáttir við hvernig staðið var að málum. 15. október 2015 18:45 Segir sölu Arion banka á hlutum í Símanum dæmi um „spilavítiskapítalisma“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. 13. október 2015 13:47 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Kaupréttur starfsmanna Símans samþykktur Á hluthafafundi Símans í dag mótmælti enginn tillögu um kauprétt starfsmanna. 8. september 2015 15:33
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
Bankastjóri Arion banka segir gagnrýnina skiljanlega Rúmlega sex hundruð tuttugu og tveggja milljóna króna velta var með hlutabréf Símans á fyrsta degi félagsins á markaði. Forstjórar bæði Símans og Arion banka segjast sáttir við hvernig staðið var að málum. 15. október 2015 18:45
Segir sölu Arion banka á hlutum í Símanum dæmi um „spilavítiskapítalisma“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. 13. október 2015 13:47
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00