SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Forsćtisráđherra mun krefja Kjararáđ skýringa

 
Innlent
09:03 06. JANÚAR 2016
skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðar sig á þeim miklu hækkunum sem urðu á launum þeirra stétta sem heyra undir Kjararáð og mun hann krefjast skýringa á ákvörðun ráðsins. Voru laun dómara sérstaklega nefnd sem dæmi en þau hækkuðu nýverið um mör hundruð þúsund krónur, en sérstaklega var tiltekið að í Kjararáði situr fulltrúi hæstaréttardómara.

Sigmundur Davíð var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Umsjónarmenn þáttarins, þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason, inntu hann meðal annars eftir skoðun hans á hækkunum á launum þeirra sem heyra undir Kjararáð. Sigmundur hafði þá verið að tala um þensluhættu vegna launahækkana þar sem á einu ári fara um 120 milljarðar að fara inn í hagkerfið með hækkun launa, berið það saman við útgjöld ríkisins. En oft er talað um að á þenslutímum þurfi ríkið að halda aftur af sér. „Rekstrargjöld eru ríkisins eru kannski 580 milljarðar, eða eitthvað svoleiðis. Í samanburði við launahækkanir vegur það lítið.“

Sigmundi Davíð er brugðið
Þá spurðu útvarpsmennirnir forsætisráðherra út í nýlega ákvörðun Kjararáðs sem felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Bent var á það að forsvarsmenn vinnumarkaðarins væru til að mynda ekki ánægðir.

„Ég á eftir að fá rökstuðning fyrir því hvers vegna þetta gerist með þessum hætti. Auðvitað bregður manni í brún,“ sagði Sigmundur Davíð.

Útvarpsmennirnir nefndu dómara sem dæmi, sögðu að það væri kannski í lagi að fá launahækkun en fimm til sex hundruð þúsund væri býsna rausnarleg hækkun. Sigmundur Davíð ítrekaði að hann ætlaði að kalla eftir skýringum. Sagðist spurður vera ósáttur við þetta.

Mun kalla eftir skýringum
„Auðvitað, eins og þetta birtist, þá er þetta undarlegt og ekki til þess fallið að verja þennan stöðugleika sem ég er búinn að leggja áherslu á að við sammælumst um að varðveita.“

Er þá Kjararáð í einhverjum öðrum heimi, eða hvað?

„Reyndar þá verður það að fylgja sögunni að ef maður ber saman hækkanir undanfarinn áratug þá hafa þeir hópar sem settir eru undir kjararáð hækkað minna en aðrir hópar. En, svo koma svona stórar skyndihækkanir eins og þetta hjá dómurum núna síðast, eins og þú segir jafnvel mörg hundruð þúsund þúsund krónur á mánuði, og það kallar á skýringar sem ég verð að fá.“

Þá var á það bent að svo heppilega, eða óheppilega eftir atvikum, hagaði til að í Kjararáði situr einn aðili frá hæstarétti.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Forsćtisráđherra mun krefja Kjararáđ skýringa
Fara efst