Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Jakob Bjarnar skrifar 17. júní 2015 20:59 Margir á Facebook eru reiðir og sárir og bölva mótmælendum á Austurvelli í dag; í sand og ösku. Ýmsir, ekki síst þeir sem eru yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, hafa lýst yfir mikilli reiði og hneykslan á samfélagsmiðlum í dag vegna mótmælanna sem voru á Austurvelli; þá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp sitt. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi spyr hvort hinn „þögli meirihluti þjóðarinnar“ sé sammála sér þegar hann lýsir því yfir að honum þyki dapurlegt þegar „fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða.“ Og biður fólk að „læka“ stöðufærslu sína á Facebook ef svo sé. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 300 „lækað“, þeirra á meðal Brynjar Nielsson alþingismaður, Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands og alnafni hans Dómkirkjuprestur. Er sem Björn Ingi hafi tekið að sér það hlutverk að leiða þann hóp sem er afar ósáttur við mótmælin. Og víst er að ýmsir eru reiðir mótmælendum.Settu læk við þessa færsluFærsla Björns Inga er svohljóðandi í heild sinni: „Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst dapurlegt að forseti Íslands geti ekki lagt blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherra flutt hátíðarávarp, fjallkonan farið með ljóð og tónlistarfólk flutt þjóðsönginn á sjálfan 17. júní án þess að fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða. Allir hafa rétt til að mótmæla, en það er samt staður og stund fyrir allt. Ætli hinn þögli meirihluti þjóðarinnar sé sammála mér? Ert þú sammála mér? Settu þá læk við þessa færslu. Og deildu henni jafnvel. Og fólk má segja skoðun sína hér að neðan. En engan dónaskap samt, við erum í sparifötunum á þessum degi.“Svívirtur þjóðhátíðardagurAnnar sem ekki er sáttur við mótmælin er prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann er skorinortur á Facebook: „Hin svokölluðu mótmæli á þjóðhátíðardaginn mælast víða illa fyrir, enda eru þau afar ósmekkleg.“ Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson er dapur og reiður: „Sorgardagur Samfóista & Vgista;) á einum og sama deginum svívirtu þeir 17. júní, Jón Sigurðsson, fjallkonuna, þjóðsönginn, forsetann, fánann og þjóðina ... Hvenær er nóg nóg?“Hneykslanleg truflunRagnheiður Elín Árnadóttir ráðherra efast um tölur yfir fjölda mótmælenda, sem tíundaðar eru á mbl.is: „Nei mbl.is...það er sannarlega ekki rétt frá sagt að á milli 2500 og 3000 manns hafi sótt mótmælin á Austurvelli í morgun. Þarna mætti fólk, eins og það hefur gert í áratugi, til þess að fagna þjóðhátíðardegi Íslands og sýna landi sínu og þjóð virðingu. Það var lítill en hávær hópur sem áleit þetta stað og stund fyrir háreisti og pólitík.“ Jón Valur Jensson guðfræðingur og bloggari er reiður og hneykslaður: „Hneykslanleg truflun á þjóðhátíð Íslendinga afhjúpar enn eitt dæmi um þá óskammfeilni róttæklinga að láta tilganginn helga meðalið; en í raun eru þeir ekki með sjálfstæði í mótmælum, heldur eru þeir meiri brúður í brúðuleikhúsi auðkýfingsins Jóns Ásgeirs og vinnusvikara á Fréttastofu Rúv en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. ––Ég óska öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn og sjálfstæði Íslands.“Fjandmenn þjóðarinnarOg enn einn sem nefndur er til sögunnar er sannur aðdáandi forsætisráðherra, Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og hann sendir svohljóðandi skilaboð til vina sinna á Facebook: „Skínandi ávarp hjá okkar unga og glæsilega þjóðarleiðtoga. Sigmundur Davíð er kletturinn í hafinu, á honum brotnar hafaldan háa, aldrei mun líða mér úr minni hve stilltur hann var, stilltur sterkur og óbifanlegur undir háreysti skrílsins sem gerði sitt ítrasta til þess að eyðileggja þjóðhátíðardaginn ... en tókst þó ekki. Og ógleymanlegur verður mér einnig hinn fagri söngur yngismeyjanna sem ekki létu skrílslætin slá sig út af laginu, þótt tæpt væri það á stundum. En íslenska þjóðin er betur sett eftir en áður: nú vitum við hvar fjandmenn þjóðarinnar halda sig. “Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst...Posted by Björn Ingi Hrafnsson on 17. júní 2015 Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Sjáðu stemninguna á Austurvelli í dag Hróp og köll mótmælenda settu heldur betur svip sinn á hátíðarhöldin. 17. júní 2015 14:00 Mótmæltu vanhæfri ríkisstjórn og ástandi heilbrigðiskerfisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa skilning á mótmælunum á Austurvelli í dag. 17. júní 2015 19:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ýmsir, ekki síst þeir sem eru yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, hafa lýst yfir mikilli reiði og hneykslan á samfélagsmiðlum í dag vegna mótmælanna sem voru á Austurvelli; þá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp sitt. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi spyr hvort hinn „þögli meirihluti þjóðarinnar“ sé sammála sér þegar hann lýsir því yfir að honum þyki dapurlegt þegar „fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða.“ Og biður fólk að „læka“ stöðufærslu sína á Facebook ef svo sé. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 300 „lækað“, þeirra á meðal Brynjar Nielsson alþingismaður, Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands og alnafni hans Dómkirkjuprestur. Er sem Björn Ingi hafi tekið að sér það hlutverk að leiða þann hóp sem er afar ósáttur við mótmælin. Og víst er að ýmsir eru reiðir mótmælendum.Settu læk við þessa færsluFærsla Björns Inga er svohljóðandi í heild sinni: „Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst dapurlegt að forseti Íslands geti ekki lagt blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherra flutt hátíðarávarp, fjallkonan farið með ljóð og tónlistarfólk flutt þjóðsönginn á sjálfan 17. júní án þess að fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða. Allir hafa rétt til að mótmæla, en það er samt staður og stund fyrir allt. Ætli hinn þögli meirihluti þjóðarinnar sé sammála mér? Ert þú sammála mér? Settu þá læk við þessa færslu. Og deildu henni jafnvel. Og fólk má segja skoðun sína hér að neðan. En engan dónaskap samt, við erum í sparifötunum á þessum degi.“Svívirtur þjóðhátíðardagurAnnar sem ekki er sáttur við mótmælin er prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann er skorinortur á Facebook: „Hin svokölluðu mótmæli á þjóðhátíðardaginn mælast víða illa fyrir, enda eru þau afar ósmekkleg.“ Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson er dapur og reiður: „Sorgardagur Samfóista & Vgista;) á einum og sama deginum svívirtu þeir 17. júní, Jón Sigurðsson, fjallkonuna, þjóðsönginn, forsetann, fánann og þjóðina ... Hvenær er nóg nóg?“Hneykslanleg truflunRagnheiður Elín Árnadóttir ráðherra efast um tölur yfir fjölda mótmælenda, sem tíundaðar eru á mbl.is: „Nei mbl.is...það er sannarlega ekki rétt frá sagt að á milli 2500 og 3000 manns hafi sótt mótmælin á Austurvelli í morgun. Þarna mætti fólk, eins og það hefur gert í áratugi, til þess að fagna þjóðhátíðardegi Íslands og sýna landi sínu og þjóð virðingu. Það var lítill en hávær hópur sem áleit þetta stað og stund fyrir háreisti og pólitík.“ Jón Valur Jensson guðfræðingur og bloggari er reiður og hneykslaður: „Hneykslanleg truflun á þjóðhátíð Íslendinga afhjúpar enn eitt dæmi um þá óskammfeilni róttæklinga að láta tilganginn helga meðalið; en í raun eru þeir ekki með sjálfstæði í mótmælum, heldur eru þeir meiri brúður í brúðuleikhúsi auðkýfingsins Jóns Ásgeirs og vinnusvikara á Fréttastofu Rúv en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. ––Ég óska öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn og sjálfstæði Íslands.“Fjandmenn þjóðarinnarOg enn einn sem nefndur er til sögunnar er sannur aðdáandi forsætisráðherra, Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og hann sendir svohljóðandi skilaboð til vina sinna á Facebook: „Skínandi ávarp hjá okkar unga og glæsilega þjóðarleiðtoga. Sigmundur Davíð er kletturinn í hafinu, á honum brotnar hafaldan háa, aldrei mun líða mér úr minni hve stilltur hann var, stilltur sterkur og óbifanlegur undir háreysti skrílsins sem gerði sitt ítrasta til þess að eyðileggja þjóðhátíðardaginn ... en tókst þó ekki. Og ógleymanlegur verður mér einnig hinn fagri söngur yngismeyjanna sem ekki létu skrílslætin slá sig út af laginu, þótt tæpt væri það á stundum. En íslenska þjóðin er betur sett eftir en áður: nú vitum við hvar fjandmenn þjóðarinnar halda sig. “Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst...Posted by Björn Ingi Hrafnsson on 17. júní 2015
Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Sjáðu stemninguna á Austurvelli í dag Hróp og köll mótmælenda settu heldur betur svip sinn á hátíðarhöldin. 17. júní 2015 14:00 Mótmæltu vanhæfri ríkisstjórn og ástandi heilbrigðiskerfisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa skilning á mótmælunum á Austurvelli í dag. 17. júní 2015 19:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42
Sjáðu stemninguna á Austurvelli í dag Hróp og köll mótmælenda settu heldur betur svip sinn á hátíðarhöldin. 17. júní 2015 14:00
Mótmæltu vanhæfri ríkisstjórn og ástandi heilbrigðiskerfisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa skilning á mótmælunum á Austurvelli í dag. 17. júní 2015 19:46