Innlent

Ekkert sem bendir til annars en að slys hafi orðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Ekkert bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða varðandi dauðsföll Ástu Stefánsdóttur og Pino Becerra Bolanos í Bleiksárgljúfri. Lögreglan á Selfossi hefur haft málið til rannsóknar og við rannsóknina hefur ekkert komið í ljós sem gefur annað til kynna en að um slys hafi verið að ræða.

Ásta Stefánsdóttir, lést vegna ofkælingar og drukknunar samkvæmt krufningu, en Pino lést vegna falls niður 30 metra háan foss.

Lögreglan á Selfossi segir rannsóknina vera komna á lokastig, enn sé þó viss gagnaöflun í gangi.

Ásta og Pino voru saman í sumarbústað í Fljótshlíðinni um hvítasunnuhelgina, en þegar ekkert hafði spurst til þeirra eftir helgina hófst umfangsmikil leit.


Tengdar fréttir

Lík fannst í Bleiksárgljúfri

Talið er að líkið sé af Ástu Stefánsdóttur, sem leitað hefur verið á þessum slóðum síðan 10. júní, en þann dag fannst lík sambýliskonu hennar, Pino De Los Angeles Becerra Bolanos, ofar í gljúfrinu.

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Bleiksá stífluð svo hægt sé að leita betur

"Nú erum við að undirbúa að hefja dælingu, með það fyrir augum að færa fossinn til. Við höfum komið dælum fyrir í gil hér fyrir ofan fossinn og ætlum að dæla vatni upp úr hylnum,“ útskýrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×