Dularfullar hertar reglur um flugelda Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2015 12:39 Herdís Storgaard heldur því fram að stærstu skoteldarnir séu alltof öflugir þó Jón Svanberg og hans menn hjá Landsbjörg hafi varið milljónum í að láta CE-merkja þá. Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri hjá Landsbjörg áttar sig ekki á því til hvers innanríkisráðuneytið vísar þegar talað er um að á Íslandi sé verið að selja of öfluga skotelda, og að til standi að herða reglur. Allir flugeldar sem seldir voru um þessi áramót voru samkvæmt ýtrustu öryggisstöðlum. Allir flugeldar sem Landsbjörg flytur inn er CE-merktir, sem þýðir að þeir eru þegar samkvæmt samþykktum öryggisstöðlum. Landsbjörg, sem flytur inn um 80 til 85 prósent þeirra flugelda sem hér eru seldir, hefur á þessu ári lagt í kostnað þessu samfara sem hleypur á milljónum. Í þessum orðum töluðum eru menn á vegum Landsbjargar úti í Kína að skoða og kaupa flugelda til næstu áramóta; funda með birgjum og kanna nýjungar.Alltof öflugir skoteldar? Herdísi Storgaard, verkefnastjóri slysavarna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru til almennings hér á landi séu of stórir og hættulegir almenningi. Sú reglugerð sem í gildi er um flugelda sé úr sér gengin. Þannig eru reglur Evrópusambandsins mun harðari þegar kemur að flugeldum en þær reglur sem gilda hér. Fréttastofa óskaði eftir svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort til standi að breyta reglum um flugelda á Íslandi? Ráðuneytið segir þetta í vinnslu. Til standi að leggja fram breytingar og taka upp reglur Evrópusambandsins um skotelda. Það feli í sér að reglur um skotelda verði hertar á Íslandi og þar með dregið úr krafti þeirra flugelda sem leyfðir verða.Landsbjörg sér ekki fyrir sér breytingar Landbjargarmenn sem nú eru að semja við Kínverja um kínverja, flugelda og skottertur, eru ekki að vinna samkvæmt væntanlegum, hugsanlegum, nýjum hertum reglum um skotelda. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, skilur ekki hvernig þetta má vera – að nú teljist staðan sú að þeir séu að selja of kraftmikla skotelda. „Við fórum í mjög kostnaðarsama vinnu á þessu ári að láta CE-merkja alla okkar vöru. Hún var seld þannig um áramótin.“Þannig að þið sjáið ekki fyrir ykkur neinar breytingar á því, í næstu vertíð? „Við höfum ekki gert ráð fyrir því.“ Jón Svanberg áttar sig þannig ekki alveg á því til hvers ráðuneytið vísar þegar talað er um að hertar reglur séu í farvatninu. „Þú verður eiginlega að spyrja þá að því. Það er í vinnslu frumvarp um breytingu á vopnalögum og í því frumvarpi er verið að innleiða tilskipanir EES, þar inni í eru reglur um skotelda. Í gildi er reglugerð um skotelda og þar eru skoteldar flokkaðir, eftir styrkleika og öðru. Allur innflutningur og sala á skoteldum grundvallast á þessari reglugerð, samkvæmt vopnalögum.“Umræða á sérkennilegu róli Þetta frumvarp á eftir að koma til umsagnar hjá þeim aðilum sem þurfa að vinna eftir þeim reglum, meðal annars hjá Landsbjörgu. En, Jón Svanberg sér ekki fyrir sér að Íslendingar muni vera í því að skjóta upp einhverjum kínverjum um næstu áramót. Þá segir Jón Svanberg umræðuna oft á einkennilegu róli. „Ég tel okkur hafa verið að selja löglega flugelda í alla staði. Allir þeir flugeldar sem Landsbjörg seldi hafa undirgengist CE-merkingu. Ég hafði ekki séð neinar breytingar fyrir. Það kemur alltaf upp þessi umræða um hver áramót. Sérstaklega ef verða einhver slys. En, umræðan er oft á skjön, því menn tala kannski um 20 – 30 kílóa skottertu í einhverjum fréttum. Þá heldur almenningur að verið sé að tala um 20 til 30 kíló af sprengiefni. Staðreyndin er sú að í tertu séu um 7 prósent þunga skottertunnar púður. Við erum að flytja inn heilmikinn leir frá Kína. Sem er í þessum tertum.“Landsbjörg liggur á miklu magni skotelda Salan gekk ágætlega. Flestir á pari, sumir að selja meira og aðrir minna. Heilt yfir svipað og var í fyrra. Þrettándinn er á morgun og ekki liggur fyrir hversu mikil prósenta flugeldasölu fer fram í tengslum við það. Erfitt er að átta sig á því, það fer eftir tíðinni. „Björgunarsveitirnar eru að selja þetta sjálfar, og þetta er inni í áramótapöntuninni,“ segir Jón Svanberg. Það hefur ekki verið sundurliðaða. Landsbjörg liggur með talsvert magn skotelda milli árámóta. „Já, þó nokkuð magn. Okkur er heimilt að vera með vörur á lager allt uppí tvö ár, til endursölu.“ Tengdar fréttir Augnslysum vegna kröftugra flugelda fjölgar Aldrei að líta á flugelda sem leikföng. 31. desember 2014 13:00 Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00 Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Flugeldasalar segja verð á flugeldum standa í stað milli ára. Ástæðan sé meðal annars aukinn flutningskostnaður. Fríverslunarsamningurinn við Kína tók gildi í byrjun júlí og var tíu prósenta tollur á flugelda lagður af. 29. desember 2014 07:15 Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00 Sprenging í Bergstaðastræti: „Toppframleiðandi“ "Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl,“ segir framkvæmdastjóri KR-flugelda 2. janúar 2015 15:34 Stóru terturnar seldust betur í ár en í fyrra Flugeldasala björgunarsveitanna virðist hafa verið meiri en síðustu ár. 2. janúar 2015 07:00 Stærstu flugeldarnir of stórir og hættulegir almenningi Herða á reglur um flugelda hér á landi en í innanríkisráðuneytinu er unnið að breytingum sem fela í sér að ekki verður hægt að flytja inn jafn kraftmikla flugelda og áður. 4. janúar 2015 19:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri hjá Landsbjörg áttar sig ekki á því til hvers innanríkisráðuneytið vísar þegar talað er um að á Íslandi sé verið að selja of öfluga skotelda, og að til standi að herða reglur. Allir flugeldar sem seldir voru um þessi áramót voru samkvæmt ýtrustu öryggisstöðlum. Allir flugeldar sem Landsbjörg flytur inn er CE-merktir, sem þýðir að þeir eru þegar samkvæmt samþykktum öryggisstöðlum. Landsbjörg, sem flytur inn um 80 til 85 prósent þeirra flugelda sem hér eru seldir, hefur á þessu ári lagt í kostnað þessu samfara sem hleypur á milljónum. Í þessum orðum töluðum eru menn á vegum Landsbjargar úti í Kína að skoða og kaupa flugelda til næstu áramóta; funda með birgjum og kanna nýjungar.Alltof öflugir skoteldar? Herdísi Storgaard, verkefnastjóri slysavarna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru til almennings hér á landi séu of stórir og hættulegir almenningi. Sú reglugerð sem í gildi er um flugelda sé úr sér gengin. Þannig eru reglur Evrópusambandsins mun harðari þegar kemur að flugeldum en þær reglur sem gilda hér. Fréttastofa óskaði eftir svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort til standi að breyta reglum um flugelda á Íslandi? Ráðuneytið segir þetta í vinnslu. Til standi að leggja fram breytingar og taka upp reglur Evrópusambandsins um skotelda. Það feli í sér að reglur um skotelda verði hertar á Íslandi og þar með dregið úr krafti þeirra flugelda sem leyfðir verða.Landsbjörg sér ekki fyrir sér breytingar Landbjargarmenn sem nú eru að semja við Kínverja um kínverja, flugelda og skottertur, eru ekki að vinna samkvæmt væntanlegum, hugsanlegum, nýjum hertum reglum um skotelda. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, skilur ekki hvernig þetta má vera – að nú teljist staðan sú að þeir séu að selja of kraftmikla skotelda. „Við fórum í mjög kostnaðarsama vinnu á þessu ári að láta CE-merkja alla okkar vöru. Hún var seld þannig um áramótin.“Þannig að þið sjáið ekki fyrir ykkur neinar breytingar á því, í næstu vertíð? „Við höfum ekki gert ráð fyrir því.“ Jón Svanberg áttar sig þannig ekki alveg á því til hvers ráðuneytið vísar þegar talað er um að hertar reglur séu í farvatninu. „Þú verður eiginlega að spyrja þá að því. Það er í vinnslu frumvarp um breytingu á vopnalögum og í því frumvarpi er verið að innleiða tilskipanir EES, þar inni í eru reglur um skotelda. Í gildi er reglugerð um skotelda og þar eru skoteldar flokkaðir, eftir styrkleika og öðru. Allur innflutningur og sala á skoteldum grundvallast á þessari reglugerð, samkvæmt vopnalögum.“Umræða á sérkennilegu róli Þetta frumvarp á eftir að koma til umsagnar hjá þeim aðilum sem þurfa að vinna eftir þeim reglum, meðal annars hjá Landsbjörgu. En, Jón Svanberg sér ekki fyrir sér að Íslendingar muni vera í því að skjóta upp einhverjum kínverjum um næstu áramót. Þá segir Jón Svanberg umræðuna oft á einkennilegu róli. „Ég tel okkur hafa verið að selja löglega flugelda í alla staði. Allir þeir flugeldar sem Landsbjörg seldi hafa undirgengist CE-merkingu. Ég hafði ekki séð neinar breytingar fyrir. Það kemur alltaf upp þessi umræða um hver áramót. Sérstaklega ef verða einhver slys. En, umræðan er oft á skjön, því menn tala kannski um 20 – 30 kílóa skottertu í einhverjum fréttum. Þá heldur almenningur að verið sé að tala um 20 til 30 kíló af sprengiefni. Staðreyndin er sú að í tertu séu um 7 prósent þunga skottertunnar púður. Við erum að flytja inn heilmikinn leir frá Kína. Sem er í þessum tertum.“Landsbjörg liggur á miklu magni skotelda Salan gekk ágætlega. Flestir á pari, sumir að selja meira og aðrir minna. Heilt yfir svipað og var í fyrra. Þrettándinn er á morgun og ekki liggur fyrir hversu mikil prósenta flugeldasölu fer fram í tengslum við það. Erfitt er að átta sig á því, það fer eftir tíðinni. „Björgunarsveitirnar eru að selja þetta sjálfar, og þetta er inni í áramótapöntuninni,“ segir Jón Svanberg. Það hefur ekki verið sundurliðaða. Landsbjörg liggur með talsvert magn skotelda milli árámóta. „Já, þó nokkuð magn. Okkur er heimilt að vera með vörur á lager allt uppí tvö ár, til endursölu.“
Tengdar fréttir Augnslysum vegna kröftugra flugelda fjölgar Aldrei að líta á flugelda sem leikföng. 31. desember 2014 13:00 Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00 Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Flugeldasalar segja verð á flugeldum standa í stað milli ára. Ástæðan sé meðal annars aukinn flutningskostnaður. Fríverslunarsamningurinn við Kína tók gildi í byrjun júlí og var tíu prósenta tollur á flugelda lagður af. 29. desember 2014 07:15 Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00 Sprenging í Bergstaðastræti: „Toppframleiðandi“ "Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl,“ segir framkvæmdastjóri KR-flugelda 2. janúar 2015 15:34 Stóru terturnar seldust betur í ár en í fyrra Flugeldasala björgunarsveitanna virðist hafa verið meiri en síðustu ár. 2. janúar 2015 07:00 Stærstu flugeldarnir of stórir og hættulegir almenningi Herða á reglur um flugelda hér á landi en í innanríkisráðuneytinu er unnið að breytingum sem fela í sér að ekki verður hægt að flytja inn jafn kraftmikla flugelda og áður. 4. janúar 2015 19:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Augnslysum vegna kröftugra flugelda fjölgar Aldrei að líta á flugelda sem leikföng. 31. desember 2014 13:00
Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00
Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Flugeldasalar segja verð á flugeldum standa í stað milli ára. Ástæðan sé meðal annars aukinn flutningskostnaður. Fríverslunarsamningurinn við Kína tók gildi í byrjun júlí og var tíu prósenta tollur á flugelda lagður af. 29. desember 2014 07:15
Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00
Sprenging í Bergstaðastræti: „Toppframleiðandi“ "Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl,“ segir framkvæmdastjóri KR-flugelda 2. janúar 2015 15:34
Stóru terturnar seldust betur í ár en í fyrra Flugeldasala björgunarsveitanna virðist hafa verið meiri en síðustu ár. 2. janúar 2015 07:00
Stærstu flugeldarnir of stórir og hættulegir almenningi Herða á reglur um flugelda hér á landi en í innanríkisráðuneytinu er unnið að breytingum sem fela í sér að ekki verður hægt að flytja inn jafn kraftmikla flugelda og áður. 4. janúar 2015 19:52