Erlent

Drap á röngum hreyfli

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Flugmaður flugvélar sem brotlenti í ánni í Taipei í Taívan í febrúar er sagður hafa drepið á vitlausum hreyfli. 43 létu lífið í slysinu. Alls voru 58 manns í vélinni, sem er af tegundinni ATR 72-600. Mögulegt er að halda þeim vélum á flugi á einum hreyfli, en á hljóðupptöku úr stjórnklefanum má heyra flugmanninn segja að hann hafi drepið á röngum hreyfli.

Þessu var einnig haldið fram skömmu eftir slysið en rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur staðfest þetta í áfangaskýrslu sinni um slysið.

Skömmu eftir flugtak, þann 4. febrúar, kviknaði eldur í öðrum hreyflinum. Flugmennirnir gripu til aðgerða en annar þeirra drap á vitlausum hreyfli. Þegar það gerðist var Í um hundrað metra hæð og á um 200 kílómetra hraða.

Samkvæmt gögnunum fór vélin í ofris skömmu eftir að slökkt hafði verið á þeim hreyfli sem virkaði. Á myndböndum úr mælaborðsmyndavél má sjá hvernig vélin fer á aðra hliðina og vængur hennar rekst í leigubíl og hraðbraut áður en hún endar í ánni.


Tengdar fréttir

Mannskætt flugslys í höfuðborg Taívan

Að minnsta kosti 25 eru látnir og óttast er um fjölda til viðbótar eftir að farþegaflugvél hrapaði í á í höfuðborg Taívans, Taípei.

Fimmtán manns bjargað á lífi

Síðdegis í gær hafði tekist að bjarga fimmtán manns á lífi úr farþegaflugvél sem fórst í Taívan í gær. Óttast var að 43 hefðu farist þegar vélin hrapaði í höfuðborginni Taípei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×