Innlent

Byssurnar komnar til Noregs

Samúel Karl Ólason skrifar
Þær 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi í fyrra eru nú komnar til Noregs.
Þær 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi í fyrra eru nú komnar til Noregs. Vísir/Getty
Þær 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi í fyrra eru nú komnar til Noregs. Byssurnar voru sendar með farþegaflugi nú í morgun. Landhelgisgæslan samdi um byssusendinguna í desember 2013, en upprunalega var talið að Norðmenn ætluðu að gefa byssurnar til landsins.

Svo reyndist þó ekki vera og ætluðust Norðmenn til þess að greitt yrði fyrir byssurnar. Því var ákveðið að skila þeim aftur. Byssurnar komu hingað til lands fyrir um ári síðan. Hundrað byssur áttu að vara til LHG en Ríkislögreglustjóri átti að fá 150.

Sagt var frá málinu á Stundinni í morgun, sem og á vef RÚV.

 

Sjá einnig: Þetta er byssan sem lögreglan var að fá

Samkvæmt samningnum áttu byssurnar að kosta 625 þúsund norskar krónur, sem samsvarar um tíu milljónum króna.


Tengdar fréttir

Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin

Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar.

Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum

Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni.

MP5 sögð öruggari en skammbyssa

Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×